Fréttir

Ölvaður ók á rafmagnskassa – Ekið á hús – Ruglaðist á bensíngjöfinni og bremsum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 06:12

Klukkan 1.30 í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp á Njálsgötu. Þar hafði verið ekið á rafmagnskassa og af vettvangi. Skömmu síðar var ökumaðurinn handtekinn en hann er grunaður um ölvun við akstur og akstur án tilskilinna ökuréttinda en hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Hann var vistaður í fangageymslu.

Klukkan 00.17 í nótt var bifreið ekið á hús, verslun, við Staðarberg í Hafnarfirði. Ökumaðurinn sagðist hafa stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsurnar með fyrrgreindum afleiðingum. Skemmdir urðu á húsinu og bifreiðinni.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um ölvun við akstur.

Sex ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var þetta ekki í fyrsta sinn sem hann er stöðvaður réttindalaus við akstur. Tveir reyndust aldrei hafa öðlast ökuréttindi og báðir eru þeir einnig grunaðir um brot á vopnalögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári lætur Einar heyra það: „Virkar á mann sem ógeðfelldur gaur þessi maður“

Gunnar Smári lætur Einar heyra það: „Virkar á mann sem ógeðfelldur gaur þessi maður“
Fréttir
Í gær

Kærur vegna byrlunar hafa aukist um 500% á 10 árum – Engar verklagsreglur til hjá lögreglu

Kærur vegna byrlunar hafa aukist um 500% á 10 árum – Engar verklagsreglur til hjá lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri segist hættur lögbrotum – Með 10 þúsund fylgjendur: „Ég vissi ekki að maðurinn hafði dáið“

Snorri segist hættur lögbrotum – Með 10 þúsund fylgjendur: „Ég vissi ekki að maðurinn hafði dáið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“