Fréttir

Ölvaður ók á rafmagnskassa – Ekið á hús – Ruglaðist á bensíngjöfinni og bremsum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 06:12

Klukkan 1.30 í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp á Njálsgötu. Þar hafði verið ekið á rafmagnskassa og af vettvangi. Skömmu síðar var ökumaðurinn handtekinn en hann er grunaður um ölvun við akstur og akstur án tilskilinna ökuréttinda en hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Hann var vistaður í fangageymslu.

Klukkan 00.17 í nótt var bifreið ekið á hús, verslun, við Staðarberg í Hafnarfirði. Ökumaðurinn sagðist hafa stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsurnar með fyrrgreindum afleiðingum. Skemmdir urðu á húsinu og bifreiðinni.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um ölvun við akstur.

Sex ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var þetta ekki í fyrsta sinn sem hann er stöðvaður réttindalaus við akstur. Tveir reyndust aldrei hafa öðlast ökuréttindi og báðir eru þeir einnig grunaðir um brot á vopnalögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri: „Ágætt að hann hét líka Jón“

Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri: „Ágætt að hann hét líka Jón“
Fyrir 2 dögum
Leki og lygar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stemninguna á Secret Solstice þar sem leikur Íslands og Nígeríu var sýndur: Tattúmeistari, víkingar og bleikskeggjaður Vestfirðingur

Sjáðu stemninguna á Secret Solstice þar sem leikur Íslands og Nígeríu var sýndur: Tattúmeistari, víkingar og bleikskeggjaður Vestfirðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri