fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Erlendir ferðamenn skulda Landspítalanum hálfan milljarð

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ósjúkratryggðir einstaklingar, sem í flestum tilvikum eru erlendir ferðamenn, skulda Landspítala Íslands rúmlega 500 milljónir króna vegna heilbrigðisþjónustu sem spítalinn hefur veitt þeim. Í sumum tilvikum eru þessir einstaklingar ekki borgunarmenn fyrir þjónustunni því alls hefur Landspítalinn afskrifað um 218 milljónir króna frá árinu 2012 vegna slíkra einstaklinga. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn DV.

Það sem af er árinu hafa 1.068 ósjúkratryggðir einstaklingar þurft að leita sér hjálpar hjá Landspítalanum. Það er á svipuðum slóðum og á sama tíma árið 2017, en þá slösuðust yfir 3.000 manns yfir allt árið, flestir yfir sumarmánuðina.

Gefið út reikninga fyrir milljarð

Á þessu tímabili hefur Landspítalinn gefið út reikninga á ósjúkratryggða einstaklinga sem nema tæpum einum milljarði króna. Nánar tiltekið er tímabilið sem um ræðir fyrstu þrír mánuðir ársins 2018, þar sem reikningar fyrir 206 milljónir króna voru gefnir út og allt árið 2017 þar sem reikningar fyrir 770 milljónir króna voru gefnir út.

Þessir ósjúkratryggðu einstaklingar, sem í flestum tilvikum eru erlendir ferðamenn, en geta einnig verið hælisleitendur og erlendir starfsmenn sem taka að sér tímabundna vinnu hérlendis, borga aðeins hærra verð en venjulegir sjúkratryggðir Íslendingar. Landspítalinn notar svokallaða DRG-verðskrá til þess að reikna út verð á þjónustu sinni. Í skriflegu svari frá Landspítalanum kemur fram að „DRG-verðskráin byggist á starfsemis- og kostnaðargreiningu á allri þjónustu spítalans með notkun alþjóðlegs starfsemisflokkunarkerfis og kostnaðarkerfis Landspítalans sem færir nær allan rekstrarkostnað spítalans niður á einstakar legur og komur.“

Verðskráin byggist því á meðalkostnaðarverði þjónustunnar sem veitt er. Verðskrá fyrir ósjúkratryggða gerir ráð fyrir ýmsum viðbótarkostnaði sem undanskilinn er í fyrrnefnda kostnaðarkerfinu. Til dæmis má nefna beinan kennslukostnað spítalans sem og vísindakostnað, fjárfestingarframlag og meiriháttar viðhald.

Í svari Landspítalans kemur fram að erlendir sjúklingar þurfi iðulega meiri þjónustu en íslenskir sjúklingar. Til dæmis vegna túlkaþjónustu, þýðingu gagna, öflunar heilbrigðisupplýsinga frá heimalandinu, aðstoðar við aðstandendur og samskipta við tryggingafélög svo eitthvað sé nefnt. Landspítalinn innheimtir ekki sérstakt gjald vegna þessarar viðbótarþjónustu.

Umskurður kostar 680 þúsund krónur

DV óskaði eftir upplýsingum um þá upphæð sem Landspítalinn hefur neyðst til þess að afskrifa undanfarin ár. Í svari spítalans kemur fram að frá árinu 2012 hefur stofnunin afskrifað rúmlega 218 milljónir króna. Mest árið 2015 þegar reikningar á 178 einstaklinga að heildarupphæð 57,3 milljónir króna voru afskrifaðir. Rétt er að geta þess að langan tíma getur tekið að innheimta slíka reikninga að utan og því eru kröfurnar misgamlar þegar þær eru afskrifaðar. Þannig ná afskriftir ársins 2014 til krafna sem gefnar voru út árið 2005, svo dæmi sé tekið.

Á vef Landspítalans er hægt að kynna sér verðskrá spítalans fyrir ósjúkratryggða einstaklinga. Meðal annars myndu hjartaskipti kosta um 9,9 milljónir króna en rétt er að taka fram að þá er hjartað ekki innifalið. Þá kostar um eina milljón króna að fá aðstoð vegna hjartaáfalls og umfangsmikil aðgerð á auga kostar 1,1 milljón króna. Verðmiðinn á meðferð vegna heilahristings hljóðar upp á um 960 þúsund krónur en meðferð vegna alvarlegra heilaskemmda kostar 1,3 milljónir króna. Ef svo ólíklega vill til að erlendir ferðamenn ákveði skyndilega að láta umskera sig þá er verðið á slíkri aðgerð 680 þúsund krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“