fbpx
Fréttir

Dagur Hoe Sigurjónsson neitar að hafa myrt Kelvin Sula á Austurvelli – Einnig ákærður fyrir morðtilraun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 06:04

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Degi Hoe Sigurjónssyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir að hafa orðið Kelvin Sula, sem var frá Albaníu, að bana á Austurvelli í desember. Dagur er ákærður fyrir að hafa veist að Kelvin með hníf að vopni og stungið hann nokkrum sinnum, þar á meðal í bak, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna.

Dagur neitar sök í málinu. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Stungan vinstra megin í bringuna olli banvænu sári en hnífurinn fór þá inn í hjarta Kelvin sem lést á sjúkrahúsi fimm dögum eftir árásina. Dagur er einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps en hann er sakaður um að hafa ráðist á vin Kelvin, Elio Hasani, og veitt honum áverka, skurðsár, á baki, vinstri öxl, upphandlegg og vinstri kálfa en sá áverki náði að slagæð og olli slagæðablæðingu.

Dagur er 25 ára gamal og hefur aldrei hlotið dóm. Þegar hann var handtekinn, skömmu eftir atburðina á Austurvelli, var hann í annarlegu ástandi.

Dagur sagði fyrir dómi í gær að Kelvin og Elio hefðu átt upptök að átökum þeirra á milli. Hann bar fyrir sig minnisleysi um atburðarrásina en hann sagði hafa fengið höfuðhögg í átökunum og muni ekki hvað gerðist eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Síðustu orðin
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður
Fréttir
Í gær

Lést eftir fall í Byko – „Þetta var hræðilegt slys“

Lést eftir fall í Byko – „Þetta var hræðilegt slys“
Fréttir
Í gær

„Þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“

„Þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“