fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 11. júní 2018 16:49

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, vill fá að vita hver leyfði „hálfnöktu fólki“ að nota Alþingishúsið í auglýsingaskyni og hvort það sé mat Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að slíkt sé til þess fallið að auka virðingu Alþingis.

Tilefni fyrirspurnar Sigmundar Davíðs, sem er í fimm liðum, er gjörningur sem er hluti af sýningunni DEMONCRAZY sem fer nú fram á Austurvelli sem hluti af Listahátíð Reykjavíkur. Sigmundur vill í fyrsta lagi fá að vita hver veitti leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu?“

Vill hann einnig vita hvort forseti Alþingis telji slíka notkun á þinghúsinu og þinghefðum til þess fallna að auka virðingu Alþingis og hvort leyfið sé tengt stuðningi forseta Alþingis við málstað listamannanna.

Sigmundur vill svo fá að vita hvort aðrir hópar megi vænta þess að fá leyfi fyrir sams konar viðburðum óháð því hvort forseti Alþingis er fylgjandi málstað þeirra eða ekki. Að lokum vill hann fá að vita hvort leyfið sé til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“