fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Bjössi Leifs þurfti að taka á honum stóra sínum í World Class Laugum: Sjáðu slagsmál eigandans við viðskiptavin sem fór yfir strikið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. júní 2018 20:14

Björn Leifsson, eigandi World Class, lenti í átökum við viðskiptavin stöðvarinnar í dag. Viðskiptavinurinn hafði hegað sér ósæmilega og kvörtuðu aðrir gestir útaf hegðun hans.

Myndband af Birni Leifssyni, eiganda World Class, í átökum við viðskiptavin stöðvarinnar ferðast nú hratt manna á milli á samfélagsmiðlum. Uppákoman átti sér stað í útibúi líkamsræktarkeðjunnar í Laugum fyrr í dag. Samkvæmt sjónarvottum hafði viðskiptavinurinn verið að angra starfsfólk og auk þess verið uppáþrengjandi við aðra viðskiptavini stöðvarinnar. Til dæmis með því að standa yfir þeim á meðan þeir kláruðu æfingar sínar. Í kjölfarið kvörtuðu viðskiptavinir undan framkomu mannsins við starfsfólk stöðvarinnar og þá var komið að þætti Björns Leifssonar.

Að sögn sjónarvotta gekk Björn að manninum, tók létt í öxl hans og bað hann vinsamlegast að koma með sér afsíðis. Til öryggis náði Björn líka taka á spýtu sem viðskiptavinurinn hélt á.

Það reyndist vera þjóðráð því viðskiptavinurinn tók afskiptum Björns illa og tókust þeir í kjölfarið á. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot af átökum Björns og mannsins.

Í samtali við Vísir gerir Björn lítið úr atvikinu: „Þetta var grey sem var útúrdópaður og ég gekk upp að honum og spurði hvort hann vildi ekki fara og koma aftur þegar hann væri í betra ástandi en hann neitaði. Hann réðst á mig og við tókum hann svo, leiddum hann út og fengum lögregluna til að taka hann,“ segir Björn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“
Fréttir
Í gær

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Í gær

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum