fbpx
Fréttir

28. apríl var hinn fullkomni dagur fyrir þennan Kanadamann

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 5. maí 2018 12:00

Óhætt er að segja að laugardagurinn 28. apríl síðastliðinn renni Kanadamanninum Ping Kuen Shum seint úr minni. Þennan dag upplifði hann sinn besta dag og verður hann væntanlega seint toppaður.

Ping átti ekki bara afmæli þennan dag og hann var ekki bara að vinna síðasta vinnudaginn áður en hann færi á eftirlaun. Hann nefnilega ákvað að kaupa sér lottómiða þennan dag og um kvöldið varð hann milljónamæringur þegar hann vann sem nemur 150 milljónum króna í lottóinu.

Útdrátturinn fór fram í Bresku-Kólumbíu og voru lukkutölurnar 9, 12, 13, 18, 21 og 29.

„Það er ótrúlegt að þetta hafi allt gerst sama dag,“ sagði Ping við kanadíska fjölmiðla. „Ég hef unnið mikið og lagt hart að mér síðustu og get ekki beðið eftir að deila þessum vinningi með fjölskyldu minni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Með slatta af kannabisefnum í bílnum

Með slatta af kannabisefnum í bílnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“
Fréttir
Í gær

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“
Fréttir
Í gær

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“