fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Rússneski blaðamaðurinn sem allir töldu að hefði verið drepinn í gær mætti sprelllifandi á blaðamannafund

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. maí 2018 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko, sem greint var frá í gær að hafi verið myrtur í Úkraínu, er raunar sprelllifandi. Arkady gekk inn á blaðamannafund í Kænugarði í hádeginu og er óhætt að segja að margir hafi rekið upp stór augu.

Vasily Gritsak, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, sagði á umræddum blaðamannafundi að stofnunin hefði í raun sviðsett dauða Arkady. Markmiðið hefði verið að ná mönnum sem sannarlega eru að reyna að drepa hann.

Í gær greindu allir stærstu fjölmiðlar heims frá því að Arkady hefði verið skotinn á heimili sínu í Kænugarði. Eiginkona hans hefði fundið hann í blóði sínu.

Arkady hefur löngum verið gagnrýninn á rússnesk stjórnvöld og er hann sagður vera þyrnir í augum þeirra sem völdin hafa. Honum og fjölskyldu hans hafði oft verið hótað líkamsmeiðingum og jafnvel dauða vegna umfjöllunar sinnar um rússnesk stjórnvöld. Af þeim sökum flutti hann frá Rússlandi.

Arkady mætti á blaðamannafundin í dag og þakkaði öllum þeim sem syrgðu hann. Anton Geraschenko, úkraínskur þingmaður, sagði á blaðamannafundinum að aðgerðin hefði heppnast fullkomlega og endað með handtöku manns sem var að skipuleggja morð á Arkady.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“