fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sentímetra frá vísum dauða: Dennis hvetur ökumenn til að gæta að sér eftir óhugnanlegt atvik á hraðbraut – Sjáðu myndina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. maí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daninn Dennis Bülow Pedersen er alla jafna ánægður þegar hann kemur heim í lok vinnudags og hittir börnin sín. Hann var þó ánægðari og þakklátari í gær en flesta aðra daga enda munaði minnstu að hann sæji ekki börnin sín aftur.

Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér mátti litlu muna að álstoð færi í hann þegar hún datt af palli bifreiðar á hraðbraut skammt frá Køge. Dennis var á vinnubílnum og skyndilega sá hann stöngina koma fljúgandi á móti þegar hann ók bifreið sinni á fullri ferð.

Mjög litlu mátti muna að stöngin færi í höfuð hans þegar hún fór í gegnum framrúðu bifreiðarinnar. „Einn sentímetri til eða frá og stöngin hefði farið í gegnum mig. Ég væri dáinn,“ sagði Dennis í samtali við BT í Danmörku og bætir við að hann hafi verið sérstaklega ánægður þegar hann hitti börnin sín í lok vinnudags.

Dennis segir að hann hafi átt erfitt með að sofna í gærkvöldi og það hafi tekið hann þrjár til fjórar klukkustundir. Hvetur hann ökumenn til að gæta að sér þegar þeir flytja farm og tryggja að hann sé kyrfilega festur. „Það tekur ekki lengri tíma en tvær mínútur,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”