fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Þrjár 100 ára konur komu með óvænt ráð um hvernig á að ná svona háum aldri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 20:30

Stór hluti 100 ára hópsins. Mynd:McKinney Nursing and Rehabilitation Center

Á dvalarheimilinu McKinney Nursing & Rehabilitation Centre í Brooklyn í New York búa sex konur sem hafa náð 100 ára aldri. Þrjár þeirra deildu nýlega óvæntu ráði um hvernig eigi að ná svona háum aldri.

Í samtali við The New York Post sögðu þær Lucy Watson, Caroline Binns og Carolyn Burton að besta ráðið til að ná svona háum aldri væri að vera einhleyp(ur) í gegnum lífið. Watson sagði að það að hafa ekki gift sig hafi hjálpað henni að ná þessum háa aldri.

„Ég gat ferðast og átt marga kærasta. Það er miklu betra en að eiga eiginmann. Af hverju að binda enda á fjörið?“

En auk þess að ferðast og sleppa því að giftast sagði Watson að hún hafi aldrei drukkið áfengi en hafi í staðinn slökkt þorstanum með Sprite og Pepsi.

Binns er sömu skoðunar og Watson hvað varðar hjónaband og það er Burton einnig en hún þurfti að eigin sögn að hafa fyrir því að vera einhleyp því fimm sinnum hafi hún fengið bónorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Í gær

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki
Fréttir
Í gær

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun