fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FréttirPressan

Ótrúlegt þrumuveður á Indlandi – 36.749 eldingar á 13 klukkustundum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 03:27

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku gekk mikið þrumuveður yfir Andhra Pradesh héraðið á sunnanverðu Indlandi. Þá voru skráðar 36.749 eldingar á aðeins 13 klukkustundum að sögn embættismanna. Þetta eru óvenjulega margar eldingar en þetta er sagt vera afleiðing af „öfgafullu veðurfari“.

Níu manns, þar á meðal níu ára stúlka, létust af völdum eldinga í héraðinu í síðustu viku. Eldingar eru algengar á Indlandi þegar monsúnrigningar herja á landið en monsúntímabilið hefst venjulega í júní og stendur fram í september. Í Andhra Pradesh fjölgar eldingum þó þegar líður að monsúntímanum.

En óveðrið í síðustu viku var mjög óvenjulegt og öflugt því í maí mælast að jafnaði um 30.000 eldingar í maí og mun færri í apríl.

BBC segir að sumir vísindamenn telji að gróðurhúsaáhrifin og hnattræn hlýnun valdi því að eldingum fjölgi.

Samkvæmt tölum frá indverskum yfirvöldum látast um 2.000 manns á ári af völdum eldinga en hlutfall dauðsfalla þar af völdum eldinga er miklu hærra en í þróuðum ríkjum heimsins. Ástæðurnar eru meðal annars skortur á viðvörunarkerfum og að margir vinna utandyra og eru því berskjaldaðir fyrir eldingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“