fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Starfsmaður skammtímavistunar fær 1,4 milljónir í bætur: 10 prósent öryrki eftir árás einhverfs drengs

Auður Ösp
Föstudaginn 25. maí 2018 14:30

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vátryggingafélag Íslands hefur verið gert að greiða konu sem starfaði sem stuðningsfulltrúi á skammtímavistun 1,4 milljónir króna í málskostnað. Konan krafðist skaðabóta eftir að hafa orðið fyrir líkamssárás af hálfu drengs á heimilinu, en umræddur drengur er greindur með ódæmigerða einhverfu, ofvirkniröskun og kvíða.

Konan var stuðningsfulltrúi á skammtímavistun þar sem fjölskyldur barna og fullorðinna með fötlun eiga kost á því að ástvinir þeirra njóti tímabundinnar dvalar þegar þörf krefur.Þann  30. september 2014 var konan að störfum ásamt tveimur öðrum starfsmönnum. Tvö börn voru þá í vistun, tíu ára drengur, sem hefur verið greindur með ódæmigerða einhverfu, ofvirkniröskun og kvíða, og stúlka í hjólastól.

 Lýsti konan því þannig að drengurinn hefði látið öllum illum látum þegar hann var beðinn um að hátta sig. Sagði hún drenginn hafa ráðist á sig og slegið og sparkað ítrekað í bakið á henni með þeim afleiðingum að hún hafi hlaut varanleg einkenni frá lendhrygg.

 Á atvikaskráningarblaði sem konan ritaði ásamt samstarfskonu sinni þennan dag kemur fram að þær tvær hafi reynt að tala drenginn til en hann hafi enn verið með læti og ítrekað reynt að bíta, slá og sparka í þær. Drengurinn hafi á endanum verið settur í læsta hliðarlegu vegna ítrekaðra sparka og þar sem hann hafi slegið til og bitið starfsmenn. Drengurinn hafi öskrað og alls ekki vilja ræða við konurnar tvær. Honum hafi verið haldið í 30 mínútur næstum stanslaust.

Konan leitaði til læknis daginn eftir atvikið vegna verkja í baki og var hún greind með tognun á lendhrygg. Þá leitaði hún ítrekað eftir þetta til lækna vegna bakáverkans.  Hún var í kjölfarið metin  með 10 prósent varanlega örorku og töldu matsmenn orsakatengsl vera milli atburðarins þann 30. september 2014 og einkenna hennar frá lendhrygg.

Sökuð um vanrækslu í starfi

Í kjölfarið krafðist konan skaðabóta úr hendi launagreiðandans. Byggði hún meðal annars á því að drengurinn hafði að takmörkuðu eða jafnvel engu leyti ráðið gerðum sínum sökum ástands síns. Rök hennar voru einnig sú að hún hefði í starfi sínu verið látin sinna einstaklingum sem hafi að takmörkuðu eða jafnvel engu leyti getað borið ábyrgð á gerðum sínum. Hún ætti því bótarétt samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélagsins sem hún var skráð í.

Í ákvæðinu segir að starfsmaður, sem í starfi sínu sinnir einstaklingi sem að takmörkuðu eða jafnvel engu leyti getur borið ábyrgð á gerðum sínum, rétt á að beina skaðabótakröfu sinni vegna líkams- eða munatjóns að launagreiðanda.

 Vátryggingafélagið benti hins vegar á að konan hefði ekki sýnt fram á það að skilyrði almennra reglna skaðabótaréttarins væri uppfyllt við mat á því hvort að vinnustaðurinn væri skaðabótaskyldur.

Þá benti Vátryggingafélagið á eigin sök konunnar í málinu, eftirfarandi kemur fram í skaðabótalögum:

„Nú verður starfsmaður fyrir líkamstjóni í starfi sínu og skerðist þá ekki réttur hans til skaðabóta vegna meðábyrgðar nema hann hafi af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi átt þátt í að tjónsatburður varð.“ 

Konan var sögð hafa verið vel upplýst um reglur og lög sem gilda um valdbeitingu við fatlað fólk. Hún hefði átt, miðað við starfsreynslu sína, að þekkja allar verklagsreglur á starfstöðinni mjög vel og þar með talið hvaða skilyrði hafi verið fyrir því að heimild væri til þess að beita valdi og nauðung við barnunga þjónustunotendur.

Þá var hún sögð hafa sniðgengið starfsskyldur sínar á vaktinni með því að veita drengum ekki þá umönnun og örvun sem hann þurfti á að halda þennan dag, en fram kemur að hann hafi verið meira og minna í tölvunni  þennan dag og lítið verið sinnt. Að halda drengnum niður í fastri hliðarlegu í þrjátíu mínútur hafi augljóslega til þess fallið að æsa hann upp frekar en að róa hann niður.

Á þeim tíma sem umrætt atvik hafi gerst hafi konan verið að glíma við vandamál vegna holdafars og hafi hún meðal annars fengið styrk hjá stefnda til þess að fara í líkamsrækt til þess að létta sig að læknisráði. Konan hafi á þessum tíma verið talsvert í yfirþyngd og hafi samstarfskona hennar einnig verið frekar stór og mikil að vexti. Þær tvær saman hafi því haft mikla líkamlega yfirburði yfir hinn tíu ára gamla dreng.

Yfirmaður konunnar á þessum tíma sakaði konuna og samstarfskonu hennar einnig um að hafa beitt drenginn hreinu og kláru ofbeldi með þessum hætti. Konan var sögð hafa „ með stórkostlegu gáleysi“ beitt drenginn nauðung með offorsi og valdi og bæri því ábyrgð á meintu tjóni sínu að fullu sjálf.

Dómurinn leit til þess að samkvæmt forstöðumanni á vinnustaðnum var drengurinn með mjög erfiða hegðun, hann hafi verið ögrandi og ofbeldisfullur og átt það til að kasta hlutum. Forstöðumaðurinn sagði einnig að að umræður hefðu verið um að þörf hefði verið á því að hafa karlkyns starfsmann þegar drengurinn væri á heimilinu, en það ekki verið gert.  Þá sagði forstöðumaðurinn að það gæti vel verið að það hefði verið talað um það á sjálfsvarnarnámskeiðinu viku áður, eins og konan og samstarfskona hennar skýrðu frá fyrir dómi, að það ætti að setja drenginn í hliðarlegu ef hann myndi ráðast á starfsfólk.

Þá þótti ekki sannað að konurnar tvær hefði á einhvern hátt brugðist rangt við eða farið offari. Vátryggingafélagið var því dæmt til að greiða konunni málskostnað að upphæð 1,4 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat