fbpx
Fréttir

Robert Spencer gagnrýnir íslensk yfirvöld fyrir seinagang: „Núna er komið ár og enginn hefur verið handtekinn“

Auður Ösp
Föstudaginn 25. maí 2018 21:00

Hinn umdeildi Robert Spencer, ritstjóri Jihad Watch og fyrirlesari úthúðar íslenskum yfirvöldum í nýlegum pistli og sakar lögregluna hér á landi um seinagang.  Spencer hélt umdeildan fyrirlestur um íslam hér á landi í maí á seinasta ári en á meðan á dvöl hans stóð var honum byrlað ólyfjan á skemmtistað. Samkvæmt læknisskýrslu frá Landspítalanum var Spencer gefið MDMD og amfetamín.DV greindi ítarlega frá málinu á seinasta ári. Í kjölfarið kærði Robert Hjalta Má Björnsson lækni á Landspítalnum til landlæknis og segir hann að sér hafi verið mismunað við meðhöndlun á spítalanum vegna stjórnmálaskoðana sinna.

Forsaga málsins er að stuttu eftir að Spencer var byrlað ólyfjan þá fann hann fyrir örum hjartslætti, doða og kastaði upp. Hann leitaði í kjölfarið á bráðamóttöku Landspítalans. Í kæru Spencer kemur fram að honum hafi þótt Hjalti Már óvinsamlegur í sinn garð.

„Hann sagði mér aðeins að rítalín hefði greinst í blóði mínu, og virtist fullur efasemda þegar ég tjáði honum að ég hafi aldrei tekið inn rítalín. Hjalti Már sagðist vera þeirrar skoðunar að lyfjaprófið (medical lab tests) sem var gert á mér hafi sýnt ranga niðurstöðu – án þess að útskýra hver sú niðurstaða hafi verið – og ég hafi einfaldlega fengið kvíðakast,“ segir í kæru Spencer til siðanefndar.

Spencer segir að honum hafi ekki þótt sú greining sannfærandi þar sem að hann hafi ekki fengið kvíðakast þegar íslamskir vígamenn gerðu árás árið 2015 á Curtis Culwell Center í Texas þar sem hann hélt erindi. „Jíhadistarnir voru vopnaðir Kalashnikov AK-47 hríðskotabyssum, og sprengjusérfræðingar lögreglunnar leituðu að tímasprengjum í nágrenninu. Ég var helsta skotmark hryðjuverkamannanna. Af hverju fékk ég ekki kvíðakast á meðan á þessu gekk?,“ spyr Spencer í kærunni.

Þann 17.ágúst síðistlinn greindi DV frá því að Robert hefði kært Róbert Hjalta Má Björnsson, bráðalækni við bráðadeild Landspítalans, til Siðanefndar Læknafélagsins og Landlæknis og að málið væri komið til ákærusviðs lögreglunnar en ekki var þá búið að gefa út ákæru.

Fram kom að DV hefði undir höndum kæru Spencers til siðanefndar en þar kemur fram að hann telji að Hjalti Már hafi ekki gefið sér réttar upplýsingar þegar hann leitaði á bráðamóttökuna. Spencer telur jafnframt að pólitískar hvatir kunni að skýra háttalag hans.

Spencer telur að greining Hjalta hafi verið byggð á stjórnmálaskoðun en ekki læknisvísindum. „Hjalti Már talaði einnig sífellt um streitu sem hann sagði hrjá mig, hvatti mig til að hætta því sem ég gerði, án þess að hafa neinar vísbendingar um að mér hafi nokkurn tímann fundist starf mitt neitt sérstaklega streituvaldandi. Eftir á að hyggja – þegar ég uppgötvaði að hann hafði ekki upplýst mig til hlítar um hvað lyfjaprófunin leiddi í ljós – virðist ásetningur hans hafa verið að telja mér trú um að ekki hafi verið eitrað fyrir mér, og hið meinta kvíðakast mitt tímanna tákn um að ég ætti að hætta að fjalla um hryðjuverk jíhadista,“ segir í kærunni.

Hann segir að Hjalti hafi ekki upplýst sig um að MDMA hafi fundist í þvagprufu. „Ég uppgötvaði það ekki fyrr en ég hafði yfirgefið Landspítalann, var kominn aftur á hótelherbergi mitt og skoðaði læknaskýrsluna. Ég vissi ekki hvað MDMA var, notaði því Google til að komast að því, og þegar mér varð ljóst að um ,,alsælu“ var að ræða, fór ég fyrst að skilja hvað hafði gerst. Kvíðakast er í raun og veru eitt af einkennum af of stórum skammti af MDMA. Vitandi það dró verulega úr undrun minni á þessu snögga áfalli sem ég varð fyrir,“ segir í kærunni og spyr Spencer hvers vegna Hjalti hafi talað um meint álag þegar hann hafi vitað niðurstöðu eiturefnagreiningarinnar.

Allt annað en sáttur

„Fyrir rúmlegra ári síðan var mér byrlað af ungum vinstri- manni í Reykjavík eftir að ég hélt fyrirlestur. Á spítalnum neitaði vinstri sinnaður læknir að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir á mér, þannig að ég hefði auðveldlega getað dáið. Núna er liðið ár, enginn hefur verið handtekinn og siðanefndin á Íslandi neitar að reka lækninn. Þetta sýnir bara þú getur átt von á ef þú ert ósammála vinstri flokkunum: afskiptaleysi og ranglæti,“ ritar Spencer í pistli sem birtist á vef Frontpage.

Robert lýsir áfram yfir yfir hneykslun sinni á því að enginn hafi verið handtekinn vegna brotsins, sem feli í sér allt að fjögurra ára fangelsi. „Og samt er til staðar læknaskýrsla sem staðfestir eitrunina, og þetta er nú ekki beinlínis einhver Agöthu Christie ráðgata: það voru tveir, í  mesta lagi þrír sem lágu undir grun.

Þvínæst fullyrðir Robert að þeir sem aðhyllist ekki vinstri stefnu á Íslandi eigi enga möguleika á réttlátri málsmeðferð. „Ef það er brotið á þér, þá ertu í slæmum málum. Ef þú ert á spítala og læknirinn er ekki sammála stjórnmálaskoðunum þínum þá er undir þér sjálfum komið að bjarga lífi þínu,“

ritar hann og bætir síðan við að hann sé ekki fyrsta og heldur ekki seinasta fórnarlamb vinstrisinnaðra á Vesturlöndum. „Það sem kom fyrir mig á Íslandi er bara byrjunin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Myrti og misnotaði götubörn

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Marine Le Pen þarf að sæta geðrannsókn

Marine Le Pen þarf að sæta geðrannsókn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Salóme brugðið: „Ég fæ betur borgað fyrir að afgreiða bjórglas en að sinna börnum á viðkvæmum aldri“

Salóme brugðið: „Ég fæ betur borgað fyrir að afgreiða bjórglas en að sinna börnum á viðkvæmum aldri“
Fréttir
Í gær

Lést eftir fall í Byko – „Þetta var hræðilegt slys“

Lést eftir fall í Byko – „Þetta var hræðilegt slys“
Fréttir
Í gær

„Þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“

„Þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“
Fréttir
Í gær

Ed Sheeran með tónleika á Íslandi næsta sumar

Ed Sheeran með tónleika á Íslandi næsta sumar
Fréttir
Í gær

„Katla er vöknuð“ – „Getur orðið stærra og ofsalegra en 2010“

„Katla er vöknuð“ – „Getur orðið stærra og ofsalegra en 2010“
Fréttir
Í gær

Grænmetisæta fékk áfall eftir að hafa óvart borðað pylsu í IKEA: „Hræðileg lífsreynsla“

Grænmetisæta fékk áfall eftir að hafa óvart borðað pylsu í IKEA: „Hræðileg lífsreynsla“
Fréttir
Í gær

Mjólkursamsalan svarar Jóni og segir íslensku jógúrtina miklu hollari en sælgæti og gos

Mjólkursamsalan svarar Jóni og segir íslensku jógúrtina miklu hollari en sælgæti og gos