fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ísraelskur gyðingur hvetur Íslendinga til að sniðganga Ísrael

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 25. maí 2018 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ilan Pappe, gyðingur sem bjó í Ísrael, hvetur Íslendinga til að sniðganga vörur frá Ísrael. Segir Pappe, í grein á Vísi sem beint er til Íslendinga, að það þurfi að senda löndum hans skýr skilaboð um að Ísrael verði útilokað frá alþjóðasamfélaginu á meðan landið heldur Palestínumönnum í hernaðarlegri ánauð.

Pappe rekur sögu Palestínu frá 1948 og talar um baráttu gegn nýlendustefnu Ísraels. Segir hann meðal annars að Ísraelsmenn hafi notað Óslóarsamkomulagið árið 1993 til að koma á óbeinni herstjórn á Vesturbakkanum og Gaza. „Palestínumenn á Gaza reyna enn að veita vopnaða mótspyrnu, og þar til nýlega jafnvel með sjálfsmorðssprengjum. Aftur á móti er trúin á sterka, óvopnaða og friðsama andspyrnu sterkari í palestínsku samfélagi, með sniðgönguna að vopni og að sú aðferð sé heillavænlegust til árangurs til að stöðva hörmungarnar (Nakbah) sem dynja á þjóð þeirra. Það er því gild ástæða til að styðja sniðgönguna, hún er rétta svarið við ákalli kúgaðs samfélags um alþjóðlega samstöðu og aðstoð í baráttunni,“ segir Pappe.

Pappe, sem er prófessor í sagnfræði, er umdeildur maður í Ísrael vegna gagnrýni sinnar á stjórnvöld þar í landi, hann bauð sig fram á ísraelska þingið árið 1999 en náði ekki kjöri. Hann flutti frá Ísrael árið 2005 eftir að rektor Háskólans í Haifa sagði að hann ætti að byrja á að sniðganga sjálfan sig. Hann býr nú í Bretlandi og kennir við Háskólann í Exeter.

Pappe segir hernámið versna dag frá degi, það eina sem virki sé sniðganga, friðsamleg aðgerð sem hafi virkað til að losa Suður-Afríku undan aðskilnaðarstefnunni á tíunda áratugnum. „Margir þeir sem upplifðu aðskilnaðarstefnuna í verki í Suður-Afríku, leiðtogar eins og Nelson Mandela og Desmond Tutu, hafa staðhæft að kerfislæg kúgun Ísraelsmanna sé mun skelfilegri en það sem þeir upplifðu á myrkustu tímum Apartheid. Sniðgangan bar árangur þar, hún ætti að bera árangur í Ísrael og Palestínu líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu