fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Borgin okkar vill biblíugjafir í grunnskólum: „Veljum kristin gildi í borgarstjórn“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 25. maí 2018 16:30

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Edith Alvarsdóttir. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frambjóðendur Borg­ar­inn­ar okk­ar – Reykja­vík­ur vilja að kristinfræði verði hluti af menntastefnu Reykjavíkurborgar og vill framboðið, sem er að frumkvæði Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, að Gídeonfélaginu verði aftur heimilt að dreifa biblíum í grunnskólum. Gídeonfélagið má ekki koma í skóla í Reykjavík þar sem slíkt er andstætt reglum borgarinnar um um samskipti grunnskóla við við trúar-og lífsskoðunarfélög.

Í grein sem Edith Alvarsdóttir, sem skipar annað sæti listans í Reykjavík, skrifar í Morgunblaðið í dag, segir hún það ekki koma á óvart að ekki sé minnst á kristinfræði í drögum að nýrri menntastefnu. „Kennsla í krist­in­fræði á ekki upp á pall­borðið hjá Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra og meðreiðar­svein­um hans. Það sem kem­ur hins veg­ar á óvart er að full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­ráði skuli hafa samþykkt að drög­in skyldu send í um­sagn­ar­ferli án þess að bætt hafi verið úr þess­um aug­ljósa ann­marka,“ segir Edith.

Hún segir nauðsynlegt að kristinfræði sé hluti af menntastefnunni, það sé hluti af menningu landsins og það verði erfitt fyrir nemendur að skilja samfélagið ef það fái ekki að heyra biblíusögurnar í skóla. „Við telj­um nauðsyn­legt að krist­in­fræði sé hluti af mennta­stefn­unni og telj­um sjálfsagt að Gídeon­fé­lag­inu verði heim­ilað að gefa nem­end­um Nýja testa­menntið. Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir er odd­viti Borg­ar­inn­ar okk­ar og und­ir­rituð skip­ar annað sæti fram­boðsins. Velj­um krist­in gildi í borg­ar­stjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri