fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vigdís sviptir hulunni af kosningaátaki Miðflokksmanna: „Ég meina hver vill leggja pening í kosningasjóð Samfylkingarinnar?“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, var á Beinni línu DV í dag. Svaraði hún fjölmörgum spurningum lesenda, allt frá samgöngumálum til nýja Landspítalans sem Vigdís ætlar að byggja hjá Grafarvogi.

Nokkrar spurningar sneru að líkamsrækt, þar á meðal hvort hún færi í ræktina með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, sem hún gerir ekki. Var Vigdís þá spurð hvað hún tæki í bekk:

„Ég geri ekki þannig æfingar. Ég er að halda mér liðugri því ég er búin að vera óheppin í gengum tíðina. Ég er búinn að landa fjórum bílslysum í gengum tíðina, þannig að ég er frekar í styrkingaræfingum til þess að líkaminn virki. Þannig að ég er ekki að lyfta. Ég er mjög sterk samt og hef gott þol og er í góðu atgervi.“

Í framhaldi af því ljóstraði Vigdís upp um kosningaátak Miðflokksins:

„Strákarnir eru að lyfta heldur betur. Þú ert búinn að heyra með þingflokkinn? Þeir voru allir orðnir svo feitir eftir síðustu kosningar að það var farið af stað með átak. Þeir fóru og settu sér heit að léttast um 15 kíló hver og einn fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar. Ef það myndi ekki takast þá myndi hver og einn greiða 100 þúsund krónur í kosningasjóð Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð ætlaði ekki að lenda í því og hann er búinn að losna við 20 kíló.“

Sjá einnig: Það stórsér á Sigmundi Davíð

Aðspurð hvort einhver í Miðflokknum væri að borga til Samfylkingarinnar sagði Vigdís:

„Ég veit ekki hvernig staðan er á því, þú verður að spyrja kroppateljarann að því. Það er Baldur Borgþórsson sem er í öðru sæti á eftir mér. Þetta var rosalega flott og mikil hvatning. Ég meina hver vill leggja pening í kosningasjóð Samfylkingarinnar? Ha?“

Hér fyrir neðan má sjá Vigdísi á Beinni línu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“