fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Þorsteinn fordæmir orð Helgu Melkorku: „Eftir framgöngu hennar fyrir hönd Magnúsar Jónssonar Texashrotta gef ég lítið fyrir þau gildi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. maí 2018 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Vilhelmsson athafnamaður fordæmir orð Helgu Melkorku Óttarsdóttur, lögmanns og framkvæmdastjóra lögmannsstofunnar LOGOS, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Þorsteinn er faðir Hildar Aspar sem lýsti hrottalegs ofbeldis Magnúsar Jónssonar í viðtali við DV á dögunum.

Þorsteinn gagnrýnir harðlega ummæli Helgu Melkorku í Viðskiptablaðinu nýlega. Þar var haft eftir Helgu Melkorku í tengslum við svokallaða „metoo“- byltingu: „Við verðum aldrei söm. Við förum aldrei til baka. Það finnst mér vera sterkast í þessu. Þetta er svo mikið risamál að maður hefur næstum fellt tár við að heyra hvernig traðkað hefur verið á konum, oftar en ekki í skjóli valds.“

Hildur kveðst hafa mátt þola skelfilegt, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi af hálfu Magnúsar.

Þorsteinn segir að sér hafi verið afar brugðið við þessi orð Helgu Melkorku. „Hún hefur undanfarin ár verið lögmaður Magnúsar Jónssonar, sem gengur undir nafninu „Texashrottinn“, í allsherjarmálaferlum við dóttur mína, Hildi Ösp Þorsteinsdóttur, en hún birti hroðalega frásögn sína í DV hinn 16. mars sl. Þar lýsti dóttir mín margra ára ofbeldissambandi við hrottann Magnús, sem fólst í líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi í skjóli valds og peninga. Málaferli dóttur minnar gegn hrottanum standa enn yfir og hefur Helga Melkorka ekkert dregið af sér í vörninni þrátt fyrir að málstaður skjólstæðings hennar sé hrottalegt ofbeldi gegn konum,“ segir Þorsteinn.

Hann segir að í þessu málaferli hafi Helga Melkorka verið ötull málsvari ofbeldismanns. „Helga Melkorka hefur nýtt allar smugur í lögum og réttarfari til að koma málstað ofbeldismannsins á framfæri. Það er því mjög sérkennilegt hjá lögmanni, sem segist finna til með fórnarlömbum ofbeldis, að taka að sér vörn fyrir ofbeldismann. Gæti verið að peningar lékju þar stórt hlutverk? Á heimasíðu LOGOS kemur fram að heiðarleiki, fagmennska og metnaður sé sá grunnur sem fyrirtæki Helgu Melkorku byggist á. Eftir framgöngu hennar fyrir hönd Magnúsar Jónssonar Texashrotta gef ég lítið fyrir þau gildi,“ segir Þorsteinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk