fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Elliði lofar baðlóni í nýja hrauninu í Vestmannaeyjum

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 10:00

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hyggst opna baðlón í nýja hrauninu í Vestmannaeyjum. Málið er á kosningaskrá flokksins og staðfestir Elliði í samtali við Eyjuna að bærinn hafi leitað til eiganda Bláa lónsins og annarra fjárfesta.

Elliði á undir högg að sækja í komandi kosningum eftir að Heimaey tilkynnti um framboð sitt, en samkvæmt heimildum Eyjunnar er framboðinu beinlínis beint gegn Elliða. Elliði hefur verið með hreinan meirihluta frá árinu 2006 en samkvæmt könnun Fréttablaðsins frá því í apríl er meirihlutinn fallinn.

Elliði er spenntur fyrir nýja verkefninu og segir það vel á veg komið.

Myndir þú kalla þetta kosningaloforð?

„Baðlón í hrauninu er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Ferðaþjónusta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein hér í Vestmannaeyjum og við þurfum að skapa hér sterka segla því það er erfiðara að koma hingað til Vestmannaeyja en margra annarra staða. Það höfum við verið að gera með því sem snýr að eldfjöllum, því sem snýr að hvölum og því sem snýr að lundum,“ segir Elliði og bætir við. „Við stigum mjög stór skref í samstarfinu við Merlin Entertainment, sem er næst stærsta afþreyingarfyrirtæki í heiminum á eftir Disney. Þetta er næsta skref á þessari vegferð, að skapa innviði í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og sækja fram á þeim vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus