fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Tara ósátt og hraunar yfir hóp sem telur 69 þúsund Íslendinga: „Ég veit dæmi þess að unglingsstúlkum er bætt í hópinn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. maí 2018 11:15

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, tekur fyrir nýjasta æðið í líkamsrækt á Íslandi, 182 daga. Hópur á Facebook utan um þennan lífstíl á Íslandi telur tæplega 46 þúsund manns. Tara Margrét segir það ábyrgðarlaust að bæta fólki í hópinn. Svo virðist sem margir átti sig ekki á því að þeir séu meðlimir í þessum fjölmenna hópi.

„Ég vissi svosem að við Íslendingar værum frekar öfgafull og ginkeypt fyrir ýmiskonar æðum en þetta nýjasta dæmi er fyrir neðan allar hellur. Einkaþjálfari nokkur hefur nú stofnað grúppu á fb undir yfirskriftinni “182 dagar – Ráðgjöf um næringu og heilsu” án þess þó að vera næringarfræðingur eða næringarráðgjafi. Þeir næringarfræðingar sem ég þekki og hafa skoðað innihald hópsins hryllir við því sem þarna fer fram. Í hópnum fer stofnandinn mikinn um að hann hafi fundið hina einu og sönnu lausn að heilbrigðari matarvenjum og “sannleikann um sykurinn”. Hann fordæmir megrunarkúra sem hann segir kollega sína uppáskrifa fyrir skjólstæðinga sína af fullkomnu ábyrgðarleysi og að þetta sé svo sannarlega ekki einn af slíkum kúrum,“ segir Tara Margrét á Facebook-síðu sinni.

Hún segir að þyngdartap snúist um fleira en hitaeiningar. „Í sömu andrá setur hann þó dæmið upp þannig að við megum ekki innbyrða yfir 10% af heildar hitaeiningarfjölda úr sykri, annars stöndum við í stað eða þyngjumst. Og birtir mynd af líkamsstarfseminni eins og hún sé jafn einföld og hitaeiningar inn – hitaeiningar út= þyngdartap/aukning. Þessi mynd er sú sama fyrir alla og í þessari jöfnu virðast allir líkamar hafa sömu daglegu hitaeiningaþörfina,“ segir Tara Margrét.

Smalað í hópinn

Tara Margrét segir að meðlimir í hópnum hafi vísvitandi smalað fólki í hópinn en það kann að skýra gífurlegan fjölda fólks í honum. „Stofnandi hópsins segist vera að miðla þessum “sannleik” sem hann hefur uppgötvað af góðmennskunni einni saman. Kannski er það svo þrátt fyrir að hann sé í samstarfi við fyrirtæki um afslætti og fjallar um megrunarbókina sem hann skrifaði í “about”-texta hópsins. Hvað veit ég um það. Sett var takmark um að smala eins mörgum í hópinn og hægt var. Var þeim sem bættu flestum inní hópinn lofað peningargreiðslum svo að til mikils var að vinna. Það skilaði árangri þar sem um 64.000 manns eru nú skráðir í hópinn eða næstum því 20% af þjóðinni, sumir þeirra án þess einu sinni að vita af því. Ég veit dæmi þess að unglingsstúlkum er bætt í hópinn að þeim og foreldrum þeirra forspurðum,“ segir Tara en þegar þetta er skrifað eru meðlimir hópsins komnir í 69 þúsund.

„Fyrir utan þann helbera dónaskap að bæta einhverjum af vinalistanum sínum inní grúppur að viðkomandi forspurðum er gífurlegt dómgreindarleysi að bæta þeim inní megrunargrúppur. Við vitum ekkert hvað næsta manneskja er að díla við eða hefur þurft að díla við. Við vitum ekki hvort að við séum að viðhalda átröskunarhegðun, stuðla að bakslagi í bata við átröskun eða leiða viðkvæma einstaklinga á viðkvæmum aldri inn á megrunar/átröskunarbrautinni. Það er fullt af fólki sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að endurheimta andlega og líkamlega heilsu og byggja upp sjálfs- og líkamsmynd sína eftir að hafa kvalist í hrömmum megrunarmenningar árum saman. Þessir einstaklingar geta því miður aldrei komist algjörlega hjá því að verða berskjaldaðir fyrir megrunaráróðri og triggerum. Þeir eru allstaðar í kringum okkur. Ég held samt að ég tali fyrir hönd okkar allra þegar mér finnst sjálfsagt að fólk hafi til að bera meiri dómgreind en að adda fólki í megrunarhópa að því forspurðu. Það er algjörlega lágmarkið,“ segir Tara Margrét.

Gúrú með öll svör

Tara segir þetta dæmi um öfga megrunarmenningu. „Það klikkaða við þetta allt saman er að það er ég sem verð kölluð öfgafull fyrir að krefjast þessarar lágmarks tillitsemi og kalla eftir meira jafnvægi í umræðuna, en ekki sjálfskipuðu næringar”gúrúin” sem velflest hafa ekki einu sinni menntun til að þykjast ætla að veita einhverja næringarráðgjöf en öskra samt um holt og hæðir að sykur sé dóp! Ég endurtek: dóp! Þrátt fyrir að engar rannsóknir bendi til þess og að ekki hafi enn fengist viðurkenning á matar”fíkn” sem fíknissjúkdómi af þeim sökum. Nánar um það hér. Ekkert er skýrara dæmi um það hversu samdauna við erum orðin megrunarmenningunni og öfgunum sem henni fylgja,“ segir Tara Margrét.

Hún segir að 182 dagar sé enn eitt dæmið um sölumenn snákaolíu. “Allir gúrúarnir lofa okkur að þeir fundið hina einu, sönnu lausn, sem lofa okkur að í þetta skiptið sé ekki um að ræða megrunarkúr heldur “lífstílsbreytingu”. Við skulum ekkert hengja okkur í smáatriði eins og að allar “lífstílsbreytingarnar” eru nákvæmlega eins uppsettar og allir megrunarkúrar heims og að takmarkið sé nánast alltaf að megra sig. Þessi gúrú hafa alltaf uppgötvað einhvern áður ófundinn lykil og/eða flett ofan af samsæri,” segir Tara Margrét en pistil hennar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kona á þrítugsaldri sökuð um að keyra á fimm ára dreng á Akureyri – Pilturinn hlaut opið lærleggsbrot

Kona á þrítugsaldri sökuð um að keyra á fimm ára dreng á Akureyri – Pilturinn hlaut opið lærleggsbrot
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir íslenskum veiðimönnum til syndanna: Læknirinn brosti yfir dauðu dýrinu – „Til smánar og skammar“

Segir íslenskum veiðimönnum til syndanna: Læknirinn brosti yfir dauðu dýrinu – „Til smánar og skammar“
Fréttir
Í gær

Þetta er auglýsingin með Jóni Gnarr sem er að gera allt vitlaust: „Þarna fara menn of langt og það er það sem okkar fólk er bara mjög reitt yfir“

Þetta er auglýsingin með Jóni Gnarr sem er að gera allt vitlaust: „Þarna fara menn of langt og það er það sem okkar fólk er bara mjög reitt yfir“
Fréttir
Í gær

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Í gær

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni
Fréttir
Í gær

Vopnað rán í Glæsibæ – Einn fluttur á sjúkrahús

Vopnað rán í Glæsibæ – Einn fluttur á sjúkrahús
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?