fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stefán í 4 ára fangelsi fyrir nauðgun – „Eftir að Stefán var handtekinn var komið með byssu heim til mín“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. maí 2018 19:43

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á þrítugsaldri kærði Stefán Þór Guðgeirsson fyrir hrottalega nauðgun og annað ofbeldi í desember 2016. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landsspítalans þann 10. desember það ár og voru teknar ljósmyndir af margvíslegum áverkum hennar, hnjám, hálsi, baki auk þess sem lýst var miklum eymslum í kringum endaþarm. Konan lagði fram kæru en dró hana til baka nokkrum dögum síðar en ástæðu þess er að finna í dómnum en þar segir:

„Hún talar um að eftir að [ákærði] hafi verið handtekinn hafi þeir komið með byssu.“

Lögreglan taldi rétt að halda áfram með málið á grundvelli alvarleika þess og hóf frumkvæðisrannsókn. Fljótlega eftir að ljóst var að konan hafði ákveðið að draga kæruna til baka að því er virðist vegna ótta, birtust fjórar myndir á Facebook-síðu Stefáns Þórs með nokkurra mínútna millibili þar sem Stefán og konan héldu utanum hvort annað og allt virtist leika í lyndi. Það dugði ekki til. Lögregla hélt áfram með málið.

Sjá einnig: Lögregla heldur rannsókn til streitu

Þann 12. desember gerði konan sér ferð niður á lögreglustöð og sagðist þá ekki lengur vilja kæra Stefán. Óskaði hún eftir að draga framburð sinn til baka. Sagði hún að það væri best fyrir fjölskyldu sína. Þá sagðist hún hafa verið beitt þrýstingi við skýrslutöku. Eftir að Stefán var handtekinn hafi henni verið ógnað með skotvopni af öðrum einstakling.

Stefán hefur áður verið dæmdur fyrir nauðgun en það var árið 2012. Í frétt RÚV um það mál sagði:

„Stefáni var gefið að sök að hafa þann 20. september 2009 sótt konu heim, greitt henni 20 þúsund krónur fyrir vændi. Þegar konan neitaði honum um það hafi hann nauðgað henni, slegið hana í andlitið og með hálskeðju í læri. Þá var hann sakaður um að hafa dregið hana á hárinu um íbúðina, brotið og bramlað allt í herbergi konunnar, hótað að svipta hana vegabréfi, ógnað henni með hníf og hótað henni lífláti. Neyddi hann konuna til að afhenda sér 20 þúsund krónur og tók fartölvu hennar með sér.“

Sjá einnig: Stefán ákærður

Sveinn Andri Sveinsson tók við sem réttargæslumaður konunnar eftir að hún sagðist vilja draga framburð sinni til baka, en lögreglu barst umboð til handa Sveini Andra þann 14. desember. Með umboðinu fylgdi yfirlýsing frá konunni þar sem hún rakti málavexti á annan hátt en í skýrslutöku hjá lögreglu á neyðarmóttöku; þar hafi komið fram að hún hafi viljað stunda gróft kynlíf. Jafnframt afturkallaði hún heimild sem hún gaf lögreglu til að kalla eftir læknisvottorði á Landspítalanum.

Konan óskaði eftir að bæði málin verði látin niður falla, kæran gagnvart Stefáni, jafnframt og að hótanir í hennar garð yrðu ekki teknar fyrir af yfirvöldum.

Í skýrslu lögreglu segir að konunni hafi verið bent á að ef hún myndi segja ósatt yrði málið rannsakað sem rangar sakargiftir. Svaraði konan þá að hún vildi fremur ganga í gegnum það en að vera hótað. Orðrétt segir í dómnum:

„Hún var þá spurð hvort að hún hefði verið beitt þrýstingi fyrir þessa skýrslutöku. Hún svaraði því játandi og að sagði að eftir að [ákærði] var handtekinn hafi þeir komið heim með byssu.“ Í skýrslunni segir að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi, skolfið, titrað og ítrekað beygt af.“ Þá segir á öðrum stað: „Vitnið sagðist hafa spurt brotaþola hvort hún hefði verið beitt þrýstingi til að afturkalla kæruna og nefndi þá stúlkan að henni hefðu verið ógnað með byssu. Konan vildi ekki greina frá hver hefði ógnað henni með skotvopni eftir nauðgunina. Fékk konan þá neyðarhnapp frá lögreglu. Í dómnum segir:

„Vitnið hefði farið fram og útvegað hnappinn og þegar vitnið hefði komið aftur í viðtalsherbergið hefði brotaþoli verið gerbreytt. Henni hefði verið „stórlega létt, hún var farin að slaka á, hún var farin að drekka og staðan á henni þarna fyrst var þannig að hún […] átti erfitt með að tala, hún átti erfitt með að kyngja, hún var svo, að mínu viti, ég upplifði hana eins og hún væri skelfingu lostin.“

Sjá einnig: Segist hafa verið hótað

Konan ákvað eins og áður segir að draga kæruna til baka en lögreglan var fullviss um að það væri gert af ótta og að gróft kynferðisbrot hefði átt sér stað og hélt málinu til streitu. Konan var einnig beitt grófu líkamlegu ofbeldi en í dómnum segir:

„Því næst er skráð svohljóðandi „Frásögn sjúklings“: „Hefur átt kærasta X í ca 2 mán. Hann var að koma frá USA og sótti hana í hús í Hafnarfirði þar sem hún var hjá vinum að skemmta sér. Var ekki full. Fóru heim til hans í einbýlishúsið og var allt í góðu. En sá svo að hann var breyttur, þ.e. hann hefur verið edrú í 5 ár en sá að svo var ekki nú. Datt í það úti þ.e. bæði í vín og dóp en var fyrir á sterum. „Langaði ekki að sofa hjá honum. Hann var allur öðruvísi og fór að spyrja skrýtinna spurninga, en fékk ekki svarið sem hann vildi og löðrungaði mig, fast og kenndi mér um.“

Þá kemur fram í dómnum að konan segir við systur sína að henni hafi verið boðin milljón fyrir aðdraga kæruna til baka og breyta framburði sínum. Í dómnum segir:

„Veistu það sko þarna textinn sem þeir sömdu sem að ég átti að skrifa undir, þetta er bara það mest niðurlægjandi sem að ég hef á ævi minni þurft að skrifa undir í lífinu.“ Skömmu síðar bætir hún við: „Já en ég meina það mun hvort sem er enginn trúa þessu sko.“ Í samtali milli þeirra 18. desember spyr systir brotaþola hvort hún ætli að kæra og brotaþoli svarar að henni hafi verið boðin „milljón ef ég held kjafti og eitthvað er það ekki bara vel sloppið og ég bara þú veist og líka bara það ég fæ þá að vera í friði“.

Stefán Þór var dæmdur í fjögurra ára fangelsi, þá skal hann greiða lögmanni sínum Guðbjarna Eggertssyni tæpar átta milljónir. Þá þarf hann að greiða Sveini Andra Sveinssyni lögmanni konunnar sem tók við af Ingu Lillý eftir að konan dró kæruna til baka tæpa milljón og Ingu Lillý sjálfri 757 þúsund krónur sem fyrst starfaði sem lögmaður konunnar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“