fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Oddviti Pírata sendir Eyþóri tóninn: Ekkert að því að skipa starfshópa

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, var á Beinni línu DV fyrr í dag. Lesendur DV sendu inn fjölmargar spurningar sem Dóra reyndi að svara. Ein spurninganna sneri að skipun starfshópa í Reykjavík. Vísaði spurningin til aðsendrar greinar Eyþórs Arnalds í Morgunblaðinu í febrúar síðastliðnum þar sem hann benti á að Reykjavíkurborg hefði skipað 351 starfshóp frá kosningum, eða einn starfshópur þriðja hvern dag. Sagði Eyþór að allir þessir starfshópar hafi ekki verið samhentir í umfjöllun sinni og stefnu sem og dæmi um hvernig núverandi meirihluti, sem Píratar eru hluti af, hafi misst tökin á stjórnsýslunni.

Dóra segir þetta ekki rétt: „Ég vil benda á það, af því að stundum er Eyþór að tala um eins og það sé rosalega vont að skipa starfshópa, ég vil benda á að þegar maður er að stjórna 9 þúsund manna vinnustað þá getur verið mjög góð hugmynd að skipa starfshópa. Vegna þess að það er mjög ópraktískt þegar maður er að leysa eitt verkefni að fá 9 þúsund manns í það verkefni. Þannig að stundum, ef maður er sniðugur stjórnandi sem kann skipulag, segir maður „Hey, þið fjögur, þið bara reddið þessu“. Það sparar líka peninga.“

Hér má sjá Dóru á Beinni línu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“