fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Viðar í Miðflokknum reynir að veiða atkvæði út á umferðarslys

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. maí 2018 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Freyr Guðmundsson, rafeindavirki sem skipar 6. sæti á lista Miðflokksins, nýtir sér raunverulegt umferðarslys til að slá pólitískar keilur. Hann birtir mynd af slysi og tekur sjálfur fram að hann viti ekkert um slys á fólki.

Viðar skrifar á Facebook-síðu sína: „Hættulegustu gatnamót landsins rétt í þessu. Tveir bílar ónýtir. Veit ekki með slys á fólki. Því miður eru engin áform um að laga þetta neitt. Það eiga bara allir að taka strætó.“

Þegar þessi frétt er skrifuð var ein athugasemd komin á færsluna, frá Svafari Helgasyni Pírata. „Smekklegt að gera svona að kosningaáróðri,“ skrifar Svavar. Þessu svarar Viðar Freyr: „Enn ósmekklegra er að skella skollaeyrum við vandanum. Nú er tíminn fyrir stefnubreytingar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu