fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Þannig byggjum við gott samfélag

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. maí 2018 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frambjóðendur Sósíalistaflokksins eru láglaunafólk, lífeyrisþegar og annað fátækt fólk sem ætlar að taka sér völd. Það sættir sig ekki lengur við að vera sett til hliðar; heldur stígur það inn úr skugganum og krefst síns sess við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar.

Án baráttu alþýðu manna, hinna verr settu, væri samfélagið snautt af gæðum, þetta kennir sagan okkur. Almannatryggingar, skóli fyrir alla, ókeypis heilbrigðisþjónusta, átta stunda vinnudagur, sumarleyfi – þessu er tekið sem gefnu en er það ekki. Á undanförnum árum og áratugum hefur ójöfnuður aukist og samfélagið aftur orðið grimmara og ástæðan er sú að alþýða þessa lands hefur ekki lengur aðgang að valdinu – þar sitja auðkýfingar og yfirstétt einir og véla um málefni okkar hinna.

En nú ætlum við að breyta þessu.

Við erum fátæk vegna þess að við höfum ekki haft völd. Hin ríku eru rík vegna þess að þau hafa völd. Við ætlum að vinna okkur úr fátækt með því að taka völdin og breyta samfélaginu. Hin ríku og valdamiklu geta aldrei tekið ákvarðanir fyrir okkur hin. Þau taka alltaf ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Við viljum sjálf ákveða hvernig samfélag okkar lítur út. Við viljum ekki að það sé ákveðið fyrir okkur. Það er ekki hægt að tala um lýðræði þegar stórum hópi fólks er skipulega haldið frá völdum.

Í Reykjavík ríkir húsnæðiskreppa sem grefur undan lífskjörum leigjenda. Við viljum færa leigjendum völd til að breyta þessu.

Í Reykjavík hefur verið grafið undan kjörum og réttindum láglaunafólks með gerviverktöku og samningum við starfsmannaleigur. Við viljum færa láglaunafólki völd til að breyta þessu.

Í Reykjavík eru innflytjendur jaðarhópur. Þeir eru flestir í láglaunastörfum og búa margir í ósamþykktu og heilsuspillandi húsnæði. Við viljum færa innflytjendum völd til að breyta þessu.

Í Reykjavík mætir fátækt eftirlaunafólk og öryrkjar skilningsleysi um þarfir sínar. Við viljum færa eftirlaunafólki og öryrkjum völd til að breyta þessu.

Í Reykjavík mætir fátækasta fólkið, sem háð er borginni um húsnæði og framfærslu, fordómum og útilokun. Við viljum færa fátæku fólki vald til að breyta aðstæðum sínum.

Við sósíalistar viljum ekki móta samfélagið að hagsmunum hinna ríku og valdamiklu. Þannig eru samfélög brotin niður. Við sósíalistar viljum móta samfélagið að þörfum og væntingum alþýðunnar. Þannig byggjum við gott samfélag fyrir alla.

Kjósið betra samfélag. Kjósið sósíalista.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti sósíalista í Reykjavík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks