fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Margir sárir eftir skróp Tommy

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Sunnudaginn 20. maí 2018 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tommy Robinson, stofnandi English Defense League, átti að halda erindi hérna á Íslandi í vikunni. Vakur, Samtök um evrópska menningu, stóðu fyrir ráðstefnunni sem var með yfirskriftinni Fjölmenningin í Evrópu: Vandamál og lausnir. Upp kom því miður stórt vandamál þar sem Tommy kom aldrei til landsins. Missti hann af fyrsta fluginu þegar dekk sprakk á bílnum hans og missti svo að seinna fluginu vegna látins ættingja að sögn Sigurfreys Jónassonar. „Hann hlakkaði svo til að koma hingað, ég bara skil þetta ekki.“

Margir gáfu fjármuni til þess að ráðstefnan gæti átt sér stað. „Einn lagði 130.000 krónur og annar lagði inn 150.000 krónur, en meirihlutinn var þúsundkallar hérna og þarna.“

„Ég byrjaði að undirbúa komu hans í febrúar og er búinn að leggja mikla vinnu í þessa ráðstefnu,“ segir Sigurfreyr. Að hans sögn var kostnaður yfir ein milljón króna. „Salurinn kostaði 314.000 krónur og borguðum við 150.000 krónur fyrir 3 öryggisverði sem eru með 20 ára reynslu, þeir hafa meðal annars gætt Justin Timberlake.“ Augljóst var að Sigurfreyr var ósáttur við hvernig þetta endaði þar sem hann var búinn að leggja mikla vinnu í þessa ráðstefnu.

Gústaf Adolf Níelsson kom sérstaklega til landsins til að vera með inngangsræðu á ráðstefnunni. Blaðamaður DV náði tali af honum og þótti honum þetta leiðinlegt að þetta hafi farið svona vegna fjarveru Tommy. „Ég gat nú alveg notað ferðina í eitthvað. Ég ætlaði til dæmis að líta til tannlæknisins míns.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk