fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Köttur Helgu er réttdræpur í Árborg: „Þetta er ótrúlega sorglegt að upplifa“

Auður Ösp
Sunnudaginn 20. maí 2018 21:30

Kötturinn TC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er gersamlega miður mín yfir þessari gíslatöku heimiliskattanna hér í bænum. Hvernig getur það staðist að ég megi ekki eiga köttinn – en megi samt leysa hann út gegn gjaldi? Ef þetta eru reglurnar, ætti þá ekki að lóga þeim strax í stað þess að setja heimilin í þessa vonlausu stöðu?“ spyr Helga Guðrún Eiríksdóttir, kattaeigandi á Selfossi, en hún er afar ósátt við framgöngu dýraeftirlits sveitarfélagsins Árborgar.

Dýraeftirlitsmaður annast framkvæmd og eftirlit með kattahaldi í Sveitarfélaginu Árborg fyrir hönd bæjarins. Þetta kemur fram í 9. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu. Dýraeftirlitsmaður starfar undir eftirliti og á ábyrgð heilbrigðisnefndar við sín eftirlitsstörf.

Merktur heimilislöttur Helgu, TC, var veiddur í gildru af dýraeftirlitsmanni sveitarfélagsins í síðustu viku og hefur Dýraeftirlitið gefið þau svör að hún geti fengið köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Sveitarfélagið hefur hins vegar rétt á því að fanga köttinn strax aftur sökum þess að hann er ekki skráður á heimili í bænum.

Samkvæmt 6. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu er ekki leyfilegt að hafa fleiri en tvo ketti eldri en þriggja mánaða á sama heimili.

Auk TC á Helga tvo eldri ketti, læður sem skráðar eru á heimilið. Þar af leiðandi má hún ekki skrá TC.

„Við megum sem sagt borga hann út, en ekki eiga hann, þar sem aðeins má skrá tvo ketti á heimili og hann er ekki skráður hjá bænum. Ef ég leysi hann út í dag þá geta þeir komið á morgun og veitt hann aftur. Jafnvel strax í kvöld. Þeir geta veitt hann daglega ef þeim sýnist svo. Og alltaf krafist gjaldsins, ella verði dýrinu lógað,“ segir Helga sem sér fram á að TC verði lógað ef að „lausnargjaldið“ verður ekki greitt.

Hún bætir við að TC sé með merkta ól þar sem finna megi nafn, heimilisfang og símanúmer.

Í 8.grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu kemur fram:

Bæjarstjórn er heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Meiriháttar föngun villikatta í þéttbýlisstöðunum skal auglýst með a.m.k. viku fyrirvara. Kettir sem fangaðir eru skulu færðir í kattageymslu sveitarfélagsins. Ef eigandi vitjar ekki kattarins innan 7 sólarhringa er heimilt að aflífa köttinn án frekari fyrirvara, sbr. þó ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 1077/2004, um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni. Sé kvartað undan ágangi katta í sveitarfélaginu er dýraeftirlitsmanni heimilt að veiða í búr og aflífa ómerkta ketti, sbr. þó ákvæði 8. gr. reglugerðar nr.1077/2004, án þess að það sé auglýst sérstaklega.

Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá.

„Þetta gera þeir líka við skráða og örmerkta ketti. Og flestir sem frétta af köttunum sínum hjá þeim borga ef þeir vilja sjá köttinn sinn á lífi aftur,“ segir Helga jafnframt.

Hún kveðst ómögulega skilja hvers vegna henni sé boðið að leysa köttinn út gegn greiðslu, til þess eins að láta handsama hann á ný.

„Hann virðist bara vera réttdræpur hjá þeim. en samt má ég endalaust borga hann út. Í hvað fer þessi tekjuöflun hjá Árborg? Dýraeftirlitsmaður bæjarins er á góðum launum, fær hann að auki prósentur af hverjum veiddum ketti?“

Hún segir það vera ömurlega tilhugsun að vita af dýrinu sínu í þessum aðstæðum.

„Það er það kvalafyllsta við þetta allt saman. Ég myndi sækja köttinn um leið ef ég hefði eitthvað í höndunum um að þeir taki hann ekki aftur og aftur og aftur. Heimiliskettir eru hluti af fjölskyldunni og allir hér eru bara miður sín. Læðurnar rápa um og væla stanslaust og leita að vini sínum. Þetta er ótrúlega sorglegt að upplifa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu