fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Segja stjórnendur Snælandsskóla mismuna fötluðum börnum: „Þurfa að sitja í sínum hjólastól og horfa á vini sína leika sér“

Auður Ösp
Laugardaginn 19. maí 2018 18:00

Mynd er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar í Kópavogi gera alvarlegar athugasemdir við að ekki hafi verið gert ráð fyrir leiktækjum með aðgengi fyrir öll börn þegar endurhönnun á skólalóð Snælandsskóla stóð yfir. Flokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að móðir tveggja drengja við skólann, sjö og átta ára, sem nota hjólstól vakti athygli á þessari staðreynd í facebookfærslu. Yfir 20 manns hafa deilt færslunni er þetta er ritað.

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn sérstakur kynningarfundur um endurhönnun á lóðinni. Í kjölfarið birti umrædd móðir opna færslu á facebooksíðu sinni og vakti meðal annars athygli á að í skólanámskrá Snælandsskóla  kæmi fram að skólinn væri án aðgreiningar þar sem nemendur hafa jafnan aðgang að menntun og að „skólastarf mismuni ekki nemendum á grundvelli uppruna, kyns, kynhneigðar, búsetu, stéttar, trúarbragða, heilsufars, fötlunar eða stöðu að öðru leyti.“

Í yfirlýsingu Pírata kemur fram að metnaðarfullt starf eigi sér stað í Snælandsskóla og því komi það sannarlega á óvart að farið hafi verið bæði gegn samþykktri skólastefnu um skóla án aðgreiningar sem og landslögum um þjónustu við fatlað fólk þegar farið var í umfangsmikla endurhönnun á lóð skólans. Sem dæmi um hvernig þetta snýr við fötluðum börnum við Snælandsskóla þá geta börn í hjólastól komist að kastalanum á lóðinni en ekki lengra og þurfa því að sitja í sínum hjólastól og horfa á vini sína leika sér.

„Píratar í Kópavogi fordæma þessi vinnubrögð þar sem verið er að útiloka fatlaða nemendur frá því að gera tekið þátt og leikið við vini sína í frímínútum. Greinilegt er að skólanámsskrá Snælandsskóla er aðeins í orði en ekki á borði.“

Bent er á að í námsskránni Snælandsskóla segir meðal annars:

„Skólastarfið einkennis af virðingu fyrir rétti allra nemenda til virkrar þátttöku í námssamfélagi skólans óháð atgervi þeirra eða stöðu.“ og „Borin er virðing fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum nemenda og leggja skal áherslu á að útrýma öllum gerðum mismununar og aðgreiningar í skólum.“

Þá segja Píratar „hjákátlegt“ að taka fram í námsskrá að „nemendum sé kennt að greina aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra“ þegar skólinn sjálfur mismuni börnum og skerðir fatlaðra barna við skólann.

„Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk kemur fram: „Þá skulu fötluð börn hafa raunverulegan aðgang að og njóta menntunar, þjálfunar, starfsundirbúnings og tómstunda.“Þetta er þverbrotið við endurhönnun skólalóðar Snælandsskóla,“

segir jafnframt í yfirlýsingunni og á öðrum stað segir að hér hafi samráði verið stórkostlega ábótavant.

„Synir móðurinnar sem vakti athygli á þessum samráðsskorti hafa verið í Sælandsskóla síðan þeir hófu grunnskólanám. Það er því afar sérstakt að skólastjórnendur ákveði ekki aðeins að fara gegn stefnu skólans og landslögum, heldur einnig að hunsa þarfir og réttindi barna sem þegar eru í skólanum. Við treystum því að Snælandsskóli taki ábendingar móðurinnar alvarlega og endurhanni á ný þannig að mannréttindi allra barna í skólanum séu virt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“