fbpx
Fréttir

Manst þú eftir Gullfossi? Svona var stemningin um borð

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 19. maí 2018 21:30

Þorvaldur ásamt föður sínum Stefáni Þorvaldssyni um borð í Gullfossi

Gullfoss var siglandi lúxushótel þar sem fólk klæddi sig upp í sín fínustu föt áður en það snæddi kvöldverð. Lifir skipið enn í minningum ótal Íslendinga. Skipið sigldi á milli Reykjavíkur og Edinborgar og Kaupmannahafnar á árunum 1950 til 1972. Eimskip seldi skipið árið 1973.

Stefán Þorvaldsson starfaði sem barþjónn á Gullfossi og tók ótal myndir af gestum Gullfoss sem lýsa vel stemningunni um borð. Sonur hans, Þorvaldur Stefánsson, gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta þær glæsilegu myndir sem fylgja þessari umfjöllun en flestar þeirra hafa ekki komið áður fyrir augu almennings.

DV hefur áður fjallað um Gullfoss og vitnaði þá í frásagnir þeirra Rannveigar Ásgeirsdóttur og Svövu Gestsdóttur í Fréttablaðinu, en þær störfuðu báðar sem þernur á Gullfossi. Á vorin voru haldin dýrindis skemmtikvöld og böll þar sem farþegarnir klæddu sig upp og konurnar voru í siffonkjólum, gylltum eða silfurlitum skóm og með skart. Þá minnast þær báðar á að mikið hafi verið um áfengisdrykkju um borð enda var bjór ekki leyfður á Íslandi á þessum árum.

Þá sagði Rannveig einnig frá því að rómantíkin hafi svifið yfir vötnum á Gullfossi á þessum eftirminnilegu árum:

„Þar var margt ungt fólk og ógift og það urðu til 14 hjónabönd um borð sem ég veit um, á þeim tíma sem ég var að vinna þar.“

Mynd: Stefán Þorvaldsson

Svona var lífið um borð

Dagurinn gekk yfirleitt þannig fyrir sig hjá flestum farþegum að gestir vöknuðu snemma til að fá sér morgunverð. Þá var farið í gönguferð um dekkið ef veður leyfði eða hallað sér á sólbekk. Í hádeginu var boðið upp á hið sögufræga kaldaborð sem var með yfir 30 réttum. Þeir lífsreyndu útlendingar sem ferðuðust með skipinu fullyrtu að hinar glæsilegu og bragðgóðu veitingar jöfnuðust á við bestu veitingastaði í þekktustu borgum heimsins. Kokkurinn og hans lið vöknuðu klukkan fjögur til að byrja að baka og elda. Oft var þrí- og fjórréttað, ný blóm á borðum og tauservíettur til að þurrka sér um munnvikin.

Eftir hádegi var spilað félagsvist eða bingó. Eftir það var hlé fram að kvöldverði og fór þá fólk að hafa sig til. Var oft hist á barnum fyrir kvöldmat og skálaði þá skipstjórinn við gesti áður en kvöldverður hófst.

Oftast var lagt af stað úr höfn á hádegi á laugardegi. Á þriðjudagsmorgni lagðist Gullfoss að bryggju í Edinborg í Skotlandi og á fimmtudegi var skipið komið til Kaupmannahafnar. Á sumrin tíðkaðist að fara í lengri ferðir, svo sem Kanaríeyja og Hollands. Ekki var alltaf gott í sjóinn og í einni ferðinni tók bíl brúðhjóna út af dekkinu með öllum þeirra gjöfum.

Skipið selt

Fyrstu árin skilaði Gullfoss hagnaði en eftir því sem flugsamgöngur jukust varð reksturinn þyngri. Síðustu árin voru farþegar stundum jafnmargir og starfsfólkið, glansinn hvarf og fólk hætti að hafa sig til áður en sest var að snæðingi að kvöldi. Eimskip gafst upp á rekstrinum og seldi skipið til auðjöfurs í Beirút. Hann seldi skipið áfram og var það nýtt í að flytja pílagríma. Voru þeir allt að 1.500 í hverri ferð sem þótti galið. Skipið var 100 metra langt og var skráð fyrir 210 farþega þegar það sigldi frá Íslandi.

Þann 18. desember 1976 var Gullfoss, sem þá hafði verið gefið nafnið Mekka á siglingu á Rauðahafinu. Um borð í það skiptið voru 1.100 pílagrímar. Eldur kom upp í skipinu. Það lagðist á hliðina og sökk skammt frá Sádi-Arabíu. Allir komust þó lífs af.

Myndirnar eru flestar teknar á árunum 1954 til 1955.

Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson
Mynd: Stefán Þorvaldsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Myrti og misnotaði götubörn

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Marine Le Pen þarf að sæta geðrannsókn

Marine Le Pen þarf að sæta geðrannsókn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Salóme brugðið: „Ég fæ betur borgað fyrir að afgreiða bjórglas en að sinna börnum á viðkvæmum aldri“

Salóme brugðið: „Ég fæ betur borgað fyrir að afgreiða bjórglas en að sinna börnum á viðkvæmum aldri“
Fréttir
Í gær

Lést eftir fall í Byko – „Þetta var hræðilegt slys“

Lést eftir fall í Byko – „Þetta var hræðilegt slys“
Fréttir
Í gær

„Þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“

„Þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“
Fréttir
Í gær

Ed Sheeran með tónleika á Íslandi næsta sumar

Ed Sheeran með tónleika á Íslandi næsta sumar
Fréttir
Í gær

„Katla er vöknuð“ – „Getur orðið stærra og ofsalegra en 2010“

„Katla er vöknuð“ – „Getur orðið stærra og ofsalegra en 2010“
Fréttir
Í gær

Grænmetisæta fékk áfall eftir að hafa óvart borðað pylsu í IKEA: „Hræðileg lífsreynsla“

Grænmetisæta fékk áfall eftir að hafa óvart borðað pylsu í IKEA: „Hræðileg lífsreynsla“
Fréttir
Í gær

Mjólkursamsalan svarar Jóni og segir íslensku jógúrtina miklu hollari en sælgæti og gos

Mjólkursamsalan svarar Jóni og segir íslensku jógúrtina miklu hollari en sælgæti og gos