fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dýrustu þingmennirnir: Rúmlega 100 þúsund krónur í kostnað við síma og net á mánuði

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 19. maí 2018 12:30

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon er dýrasti þingmaður landsins ef mið er tekið af upplýsingum á vef Alþingis sem heldur utan um kostnað þingmanna. Steingrímur kostaði rúmar sjö milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og mun því kosta um 28 milljónir króna á ári, að öllu óbreyttu. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er ódýrasti þingmaður landsins, en hann kostaði rúmlega 3,5 milljónir króna yfir sama tímabil. Til samanburðar er meðalkostnaður við alþingismann rúmlega 4,8 milljónir á þessum fyrstu þremur mánuðum. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, hefur þegið hæstu greiðslurnar fyrir fastan kostnað og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er með hæsta reikninginn fyrir síma og net. Þá eyðir Alþingi mest í ferðalög utanlands fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingkonu VG, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, eyðir mest í ferðalög innanlands.

Kostnaður við ráðherra enn hulinn

Nýr vefur um kostnað alþingismanna var opnaður um miðjan mars á þessu ári. Þar má finna upplýsingar um laun og ýmsan kostnað í tengslum við þá einstaklinga sem eiga sæti á Alþingi. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa upplýsingar birst fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Markmiðið er að þann 25. hvers mánaðar muni upplýsingar fyrir undangenginn mánuð birtast. Þá er á döfinni að birta upplýsingar vegna kostnaðar þingmanna allt að áratug aftur í tímann.

Rétt er að taka fram að á vefnum birtast aðeins greiðslur sem berast frá Alþingi. Kostnaður sem fellur til í ráðuneytum er ekki birtur og því er ýmis kostnaður við ráðherra landsins hulinn, meðal annars símakostnaður og kostnaður við ferðalög.

Dýrustu þingmennirnir:

Steingrímur J. Sigfússon –  7.050.445

Sem forseti Alþingis er Steingrímur með ráðherralaun, eða 1,8 milljónir á mánuði og tæplega 5,5 milljónir yfir þrjá mánuði. Þá þiggur hann 522 þúsund krónur í fastan kostnað og hefur ferðast innan- og utanlands fyrir rúma 1 milljón króna. Kostnaður við síma og net er aðeins um 35 þúsund krónur.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kostaði 7 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins.

Logi Einarsson – 6.745.888

Formaður Samfylkingar þiggur 1,65 milljónir króna á mánuði í laun, eða um 5 milljónir á þremur mánuðum. Þá fær hann greiddan fastan kostnað upp á um 773 þúsund krónur og hefur ferðast innan- og utanlands fyrir rúma 1 milljón. Engir reikningar fyrir síma eða net eru bókaðir á Loga.

Ásmundur Einar Daðason – 6.344.659

Mestu munar um að Ásmundur Einar þiggur um 1,8 milljónir á mánuði í ráðherralaun auk þess sem hann hefur þegið tæplega 600 þúsund krónur í fastan kostnað og ferðast innanlands fyrir um 250 þúsund krónur. Annar kostnaður, meðal annars við utanlandsferðir, síma og net, liggur ekki fyrir hjá ráðherrum. Það má því gera ráð fyrir því að Ásmundur Einar hefði gert atlögu að efsta sætinu ef sá kostnaður væri gefinn upp.

Næstir á lista:

  • Kristján Þór Júlíusson, 6.161.790
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 6.145.250
  • Lilja Rafney Magnúsdóttir, 6.070.651
  • Þórunn Egilsdóttir, 6.066.311

Ódýrustu þingmennirnir:

Guðmundur Ingi Kristinsson – 3.546.982 

Guðmundur Ingi frá Flokki fólksins er ódýrasti þingmaður þjóðarinnar fyrstu þrjá mánuði ársins. Auk launa upp á 3,3 milljónir á þessu tímabili hefur hann þegið 210 þúsund krónur í fastar greiðslur auk 33.400 krónur í síma- og netkostnað.

Guðmundur Ingi Kristinsson er ódýrasti þingmaður þjóðarinnar.

Næstir á eftir:

Andrés Ingi Jónsson, VG, – 3.604.343

Björn Leví Gunnarsson, Píratar – 3.612.728

Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn – 3.684.500

Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar – 3.705.313

 

Hæsti fasti kostnaðurinn:

Sigurður Páll Jónsson, Miðflokkur – 880.203

Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, þiggur hæsta fasta kostnaðinn af öllum þingmönnum. Hann hefur þegið 670 þúsund krónur í húsnæðis- og dvalarkostnað, 90 þúsund krónur í fastan ferðakostnað í kjördæminu og 120 þúsund krónur í fastan starfskostnað.

Sigurður Páll Jónsson hefur þegið tæplega 300 þúsund krónur á mánuði í fastan kostnað í tengslum við þingsetu sína.

Logi Einarsson, Samfylking – 772.987 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Samfylking, – 768.227

 

Lægsta fasta kostnaðinn þiggja Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Ólafur Ísleifsson, eða 90 þúsund krónur á mann.

 

Hæsti kostnaðurinn við ferðalög innanlands:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, VG – 1.239.261

Bjarkey Olsen er sá þingmaður sem hefur eytt mestu í ferðalög innanlands fyrstu þrjá mánuði ársins. Alls hefur Alþingi greitt 684.783 krónur fyrir bílaleigubíla handa henni. Þá hefur hún greitt 510.232 krónur fyrir flugferðir innanlands og 44.246 þúsund krónur fyrir gisti- og fæðiskostnað.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur hefur verið á ferð og flugi innanlands undanfarin misseri.

Skammt á hæla henni er Þórunn Egilsdóttir frá Framsóknarflokknum. Alls hefur hún eytt 1.234.719 krónum í ferðalög innanlands.

Ferðakostnaður utanlands:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, VG – 864.116

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir – 699.020

Rósa Björk og Áslaug Arna hafa eytt mest í ferðir erlendis á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ástæðan fyrir því er seta þeirra í utanríkismálanefnd. Áslaug Arna er formaður nefndarinnar en Rósa Björk varaformaður.

 

Kostnaður við síma og net:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir – 312.145 kr.

Formaður Viðreisnar ber höfuð og herðar yfir aðra þingmenn þegar kemur að kostnaði við síma og net. Alls hefur hún eytt um 104 þúsund krónum á mánuði það sem af er ári.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG – 173.981 kr.

Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn – 116.085

Meðalkostnaður þeirra 43 þingmanna sem hafa fengið greiðslur fyrir síma og net er 53.219 krónur, eða tæplega 18 þúsund krónur á mánuði.

 

 

 

 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur eytt mestu í ferðalög utanlands af alþingismönnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat