fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sveinbjörg segist ekki hafa fengið boð: „Góða fólkið sem talar léttvægt um siðblindu og Alzheimer“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. maí 2018 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi og oddviti Borgin okkar – Reykjavík, segir á Facebook-síðu sinni að hún hafi ekki fengið neitt boð um að taka undir yfirlýsingu Sabine Leskopf, sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar, um að hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni.

Í frétt mbl.is í gær var fullyrt að yfirlýsingin hafi verið send á öll framboð eftir frambjóðendafund  um helgina. Sveinbjörg deilir þeirri frétt og segir engan tölvupóst hafa borist á netfang framboðsins. Af samhengi fréttarinnar að dæma mátti ætla að önnur framboð hafi ekki kosið að taka undir yfirlýsinguna.

Sabine svarar fyrir sig og segist hafa látið Sveinbjörgu vita af yfirlýsingunni. „Þetta netfang fann ég hvergi en það var sent til þín persónulega þar sem ég var með það netfang örugglega, plús að þú heyrði um þetta í eigin persónu, þannig að þér var ekki ókunnugt um það,“ segir Sabine í athugasemd við færsluna.

Sveinbjörg tekur þessu svörum heldur fálega og svarar: „Mér var kunnugt um þetta á borgarstjórnarfundinum á þriðjudaginn. En kannski er þetta eins og með vefinn www.egkys.is þar sem vantaði tvö framboð, Borgin okkar Reykjavík og Karlalistann þar til málið kom til umræðu í borgarstjórn. En ég óska eftir að þetta þessi yfirlýsing verði send framboðinu Borgin okkar, svo að hægt sé að afgreiða þetta, fyrst góða fólkið sem talar léttvægt um siðblindu og alzheimer var svona fyrirmunað í gær að koma með fréttatilkynningu um þetta mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt