fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Sjáðu hvað WOW rukkar fyrir flugið til Indlands

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 09:25

Flugfélagið WOW Air mun byrja að fljúga til Indlands í byrjun næsta árs. Verður Nýja Delí fyrsti áfangastaður flugfélagsins í Asíu. Flugtíminn verður rúmlega 10 klukkutímar í beinu flugi frá Keflavík.

Athygli vekur að verðið á ódýrustu flugmiðunum er ekki í takt við flugtímann, kostar ferðin aðra leið rúmar 20 þúsund indverskar rúpíur eða rúmar 30 þúsund íslenskar krónur. Sum flug kosta meira eða rúmar 51 þúsund krónur á núverandi gengi. Á þetta aðeins við WOW Basic, þeir sem vilja taka með sér ferðatösku þurfa að greiða rúmar 60 þúsund krónur.

Þeir sem vilja aðeins það besta, mikið pláss á löngu flugi og tvær töskur til að fylla af indverskum gersemum þurfa að greiða rúmar 86 þúsund krónur.

Þýðir þetta að fyrir fjögurra manna fjölskyldu á leið til Nýju Delí, með fótaplássi og ferðatöskur fyrir alla, kostar ferðin fram og til baka rúmar 600 þúsund krónur.

Nýja Delí á Indlandi.

WOW Air verður með fyrsta lággjaldaflugfélagið sem býður upp á beint flug á milli Indlands og Evrópu. Indverska lággjaldaflugfélagið Indigo Airlines hefur áður auglýst áform sín um lággjaldaflugferðir til Evrópu en svo virðist sem að WOW Air muni ná forskoti á þeim markaði.

Fjórar breiðþotur af gerðinni Airbus 330-900 munu bætast við flugflota WOW Air síðar á árinu en félagið á í dag þrjár Airbus A330-300. Ekki er vitað hvaða gerð af breiðþotum verður notuð í Asíufluginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn í Árbæ

Handtekinn í Árbæ
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á California-stræti 101

Skotárásin á California-stræti 101
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samgöngustofa hætti við ráðningu lögfræðingsins vegna dóms – „Ég ætla að að drepa þig hehehe“

Samgöngustofa hætti við ráðningu lögfræðingsins vegna dóms – „Ég ætla að að drepa þig hehehe“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Eldur á Granda

Myndband: Eldur á Granda