Fréttir

Daði sniðgengur Söngvakeppnina: „Við getum ekki ímyndað okkur að taka þátt í Eurovisiongleðinni með góðri samvisku“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. maí 2018 13:00

Daði Freyr Pétursson, sem slóg rækilega í gegn í Söngvakeppninni í fyrra með lag sitt Hvað með það?, segist vera hættur við að taka þátt á næsta ári. Hann segir að hljómsveit hans, Gagnamagnið, hafi íhugað þátttöku en nú séu þau hætt við vegna þess að Eurovision fer fram í Ísrael á næsta ári.

„Gagnamagnið íhugaði þátttöku í Söngvakeppninni 2019. Við getum ekki ímyndað okkur að taka þátt í Eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og þeirra her beitir Palestínumönnum hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni. Við hvetjum RÚV til að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári,“ skrifar Daði Freyr á Facebook.

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag þá hafa þúsundir Íslendinga skora á RÚV að afþakka þátttöku Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á næsta ári. Ástæðan er að keppnin verður haldin í Ísrael og telja þeir sem skrifa undir áskorunina að það sé ekki siðferðislega verjandi að taka þátt í Eurovision á meðan Ísrael fremur mannréttindabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ívar Pétur leitar að dóttur sinni: Hún er fundin

Ívar Pétur leitar að dóttur sinni: Hún er fundin
Fréttir
Í gær

Öryggismál í lamasessi á Reykjavíkurflugvelli: „Það var öryggishurð þarna þegar ég var þarna í síðustu viku“

Öryggismál í lamasessi á Reykjavíkurflugvelli: „Það var öryggishurð þarna þegar ég var þarna í síðustu viku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 lög sem gætu orðið þjóðsöngur Íslands

5 lög sem gætu orðið þjóðsöngur Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálparsveit skáta boðið í BDSM-partý

Hjálparsveit skáta boðið í BDSM-partý
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari hefur aðgang að haftasvæði: „Fólki finnst þetta ekki viðeigandi“

Siggi hakkari hefur aðgang að haftasvæði: „Fólki finnst þetta ekki viðeigandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaníðingur varamaður í stjórn: „Nei, ég vissi það ekki, þetta er vinur hans Sigga“

Barnaníðingur varamaður í stjórn: „Nei, ég vissi það ekki, þetta er vinur hans Sigga“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arna fékk að vita á sama tíma að hún væri barnshafandi og með krabbamein: „Eigum bara eitt líf og við eigum að njóta þess“

Arna fékk að vita á sama tíma að hún væri barnshafandi og með krabbamein: „Eigum bara eitt líf og við eigum að njóta þess“
Fyrir 3 dögum

Hvernig komst Siggi inn á flugbrautina?

Hvernig komst Siggi inn á flugbrautina?