fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Yfir fjörtíu látnir og 1700 slasaðir

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 14. maí 2018 16:27

Alls eru látnir yfir fjörtíu einstaklingar og um 1.700 manns særðir, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gaza, vegna mótmæli eru nú við landamæri Ísraels og Gaza útaf komandi flutnings á sendiráði Bandaríkjanna til Jerúsalem. Tug þúsundir manna taka þátt í mótmælunum og hafa mótmælendur reynt að komast yfir landamærin yfir til Ísraels. Ísraelski herinn brást við þessari tilraun mótmælenda með því að skjóta á þá, ásamt því að nota táragas og gúmmíkúlur.  Mótmælin hafa staðið síðustu sjö vikur og er þetta mesta mannfall hingað til.

Mótmælendur eru mjög vel skipulagðir og hafa hent eldsprengjum og ýmislegum lausum hlutum í átt að hermönnum við landamærin. Samkvæmt skipuleggjundun mótmælanna má búast við frekari mótmælum og eru skipulögð enn stærri mótmæli á morgun.

Ísraelski herinn hefur að svo stöddu ekki staðfest nein meyðsli né dauðsföll í sínum röðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af