fbpx
Fréttir

Sveinbjörg Birna ræðst aftur gegn mosku í Sogamýri: „Ljóst er að engin moska verður byggð á lóðinni án erlends fjármagns“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 14. maí 2018 12:55

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi og oddviti Borgin okkar – Reykjavík, fer fram á að lóðin undir mosku í Sogamýri verði afturkölluð. Tillaga Sveinbjargar Birnu verður lögð fram í borgarstjórn á morgun.

Sveinbjörg Birna kom fram með svipaða tillögu rúmri viku fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014, þá sem oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Fram að hafði Framsókn og flugvallarvinir ekki mælst með mikið fylgi en kjölfar ummæla hennar um afturköllun á lóð undir mosku, sem ollu ólgu innan Framsóknarflokksins, tók fylgið stökk og náði framboðið inn tveimur mönnum í borgarstjórn. Sveinbjörg Birna hefur ekki lagt áherslu á afturköllun lóðar undir mosku fram að þessu, en í dag er rúmar tvær vikur til kosninga og samkvæmt nýjustu könnunum mælist framboð Sveinbjargar Birnu með rúmlega 1% fylgi.

Lögum samkvæmt eiga sveitarfélög að úthluta kirkjum ókeypis lóðir. Í tillögu Sveinbjargar segir að rök borgaryfirvalda um að ekki megi mismuna trúfélögum hafi verið byggð á hentistefnu þar sem Hjálpræðisherinn fái ekki sömu undanþágu undan sköttum og Félag múslima á Íslandi. „Af viðbrögðum fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem mynduðu meiri hluta eftir síðustu kosningar var ljóst að lóðin yrði ekki afturkölluð á grundvelli þeirra sjónarmiða sem ég tefldi fram síðast. Nú eru hins vegar liðin tæp fimm ár án þess að nokkrar framkvæmdir séu hafnar,“ segir í tillögu Sveinbjargar.

Hún segir einnig hæpið að moskan verði að veruleika nema að fjármagn til byggingarinnar komi frá Sádí-Arabíu. Lítið fé hafi safnast hér á landi og engar framkvæmdir hafnar. Gagnrýnir Sveinbjörg Birna þingmenn fyrir að hafa ekki „dug í sér“ til að leggja fram frumvarp sem bannar fjármögnun og afskipti erlendra aðila að trúfélögum:

„Ljóst er að engin moska verður byggð á lóðinni án erlends fjármagns. Jafnframt er ljóst að borgaryfirvöld hafa engan áhuga á að moska verði reist fyrir slíkt fjármagn enda fylgja því jafnan ákveðin skilyrði. Þannig hafa víða verið settar reglur í nágrannalöndum okkar til að koma í veg fyrir að erlent fjármagn, þar á meðal frá Sádí-Arabíu, sé notað til að byggja moskur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit
Fréttir
Í gær

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðir hafa stolið vélum og tækjum fyrir milljónir: „Lögreglan er alveg getulaus í þessu“

Sagðir hafa stolið vélum og tækjum fyrir milljónir: „Lögreglan er alveg getulaus í þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svala hefur unnið eins og skepna en fór fyrst til útlanda nýlega: „Finnst ég ekki hafa fengið neina umbun fyrir að standa mig vel“

Svala hefur unnið eins og skepna en fór fyrst til útlanda nýlega: „Finnst ég ekki hafa fengið neina umbun fyrir að standa mig vel“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar vill búa í hjólhýsi; segir fordóma ríkja gagnvart því

Einar vill búa í hjólhýsi; segir fordóma ríkja gagnvart því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svæsið klám í Reykjadal – Tóku upp myndskeið á vinsælli gönguleið fyrir ofan Hveragerði og á hóteli

Svæsið klám í Reykjadal – Tóku upp myndskeið á vinsælli gönguleið fyrir ofan Hveragerði og á hóteli