fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Er braggamálið frávik ?

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Málið gegn Vigfúsi bocciaþjálfara hefur verið þingfest: „Þetta eru tvær konur sem eru að reyna ná sér í peninga“

Auður Ösp
Mánudaginn 14. maí 2018 11:23

Ákæra á hendur Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrum bocciaþjálfara á Akureyri verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands í dag. DV fjallaði ítarlega um málið í maí í fyrra en Vigfús er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn þroskaskerti konu sem hann var að þjálfa. Þann 28.apríl síðastliðinn greindi DV frá því að Vigfús hefði verið ákærður fyrir kynferðisbrot.

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að samkvæmt ákæru er Vigfús talinn hafa „nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015.“

Jafnframt kemur fram að Vigfús sé aðeins ákærður fyrir brot gegn einni konu en samkvæmt heimildum blaðsins hefur hann sýnt fleiri iðkendum sömu háttsemi.

Var vinsæll kennari

Fram kom í frétt DV síðasta vor að fyrrverandi formaður Akurs, Vigfús Jóhannesson, hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir að skjólstæðingur hans kærði hann fyrir nauðgun. Vigfús hafði þá lengi verið vinsæll kennari í boccia.

Vigfús hélt áfram þjálfun eftir að hafa verið kærður en þegar lögregla fór að rannsaka málið af fullum þunga í byrjun árs 2016 og birti Vigfúsi kæru steig hann til hliðar sem formaður og varaformaður tók tímabundið við stjórnartaumum. Þá hætti Vigfús einnig þjálfun.

Jafnframt kom fram að boccia-heimurinn á Akureyri væri klofinn vegna málsins. Höfðu þá 16 fyrrverandi liðsmenn Akurs, sem glíma við þroskaskerðingu af einhverju tagi, gengið úr félaginu í nýtt ósamþykkt félag sem heitir BFA sem stendur fyrir Bocciafélag Akureyrar.

Áður hafði Vigfús verið ávíttur af réttargæslumanni fatlaðra á Akureyri þar sem hann þótti sýna af sér ósæmilega hegðun sem þjálfari í garð stúlkunnar haustið 2014, en samkvæmt heimildum DV kvörtuðu milli fimm og sjö manns, sem urðu vitni að hegðun Vigfúsar á móti á Seyðisfirði.

Konan, sem var þá 23 ára, hafði tapað leik og tók það nærri sér. Segja sjónarvottar að Vigfús hafi tekið lengi innilega utan um hana og síðan leitt hana inn í herbergi. Þá hafi hún verið með honum öllum stundum á umræddu móti. Minnst sjö aðilar hjá mismunandi íþróttafélögum höfðu þá samband við réttargæslumann fatlaðra á Akureyri. Í kjölfarið var Vigfús áminntur af réttargæslumanninum.

Sagði málið vera byggt á sandi

Sjálfur þvertók Vigfús fyrir að hafa beitt konuna ofbeldi. Vigfús sagði í samtali við DV að hann hefði ekki gert neitt rangt.

„Stelpan var að spila leik í úrslitum og tapaði mjög stórt og hún er ofboðslega tapsár,“ segir Vigfús. „Hún stóð þarna hágrenjandi og ég tók utan um hana á gólfinu. Það var nú ekkert annað. Ég leiddi hana út úr salnum og að þvottahúsi sem var þarna og þar huggaði ég hana á meðan hún grenjaði. Það voru öll samskiptin.“

Vigfús sagði móður konunnar standa á bak við kæruna og fyrrverandi skjólstæðingur hans tekið þátt í því þar sem hún hafi verið reið og sár út í hann vegna misskilnings. Vigfús sakar móðurina um að vera í hefndarhug og að kæran snúist um að hafa af sér peninga. Þá segir hann málið byggt á sandi.

Fram kom að Vigfús væri sakaður um að vera í óeðlilega miklum samskiptum við skjólstæðinga sína þegar hann stýrði Akri, fara með þeim í sund og halda samkvæmi en hann gerir lítið úr slíku tali. Þá hefur hann verið sakaður um að rúnta um með iðkendur sína á Lödusportbifreið á eftir iðkendum sem enn æfa með Akri og sýnt þannig af sér ógnandi tilburði. Í samtali við DV hló Vigfús að þessum ásökunum:

„Ég á gamla Lödu Sport sem ég gerði upp og er fornbíll. Það er nú ekki rétt að ég sé rúntandi um og flautandi á fólk því að flautan er biluð á honum. Ég viðurkenni að ég hef farið rúnt stundum með tvo til þrjá úr félaginu. Þá erum við að leita að pókemon.“

„Kæran var ekki komin lengra en það að henni var vísað til baka til lögreglu. Þessi kona kom sér í stjórn Akurs með látum sem varð til þess að allir keppendur gengu út úr Akri, eftir stendur félag sem er ekki neitt út af reiði og hatri þessarar konu. Þá hefur hún gert allt til að eyðileggja fyrir mér og bera út ósannindi og lygar, því miður. Ég get ósköp lítið gert annað en að halda mér til hlés og vera kurteis.“

Þegar Vigfús var spurður nánar út í ákæruna svaraði hann:

„Hún er að segja að ég hafi misnotað sig. Þetta er nauðgunarkæra. Það er ekki rétt. Það er langur vegur þar frá. Það er bara búið að leggja fram kæru og ekkert annað. Þetta fólk er ekkert að gera annað en að sverta mitt mannorð. Stelpan er sögð með þroskaskerðingu. Hún er ekki með skerðingu. Hún er ekki með örorku. Þessu máli var vísað aftur til lögreglu vegna þess að stúlkan er ekki með þroskaskerðingargreiningu. Það var farið fram á það að hún færi í greiningu til að sýna fram á að hún væri með greininguna. Þetta eru tvær konur sem eru að reyna ná sér í peninga.“

Á öðrum stað fullyrti hann að hann hefði sjálfur átt frumkvæði að því að víkja sem formaður Akurs. Vigfús neitaði hins vegar að koma nálægt nýja félaginu, sagðist ekki sitja í stjórn eða koma  nálægt þjálfun en formaður félagsins sagði hann veraeinn af stofnfélögum.

Þegar Vigfús er spurður hver hefði stofnað félagið svaraði hann að Ásgeir Bragason væri stofnandinn.

„Ég er bara að leiðbeina, hjálpa til, því ég var þjálfari Akurs. Ég er bara þarna sem pabbi dóttur minnar sem er þarna.“

Ásgeir, formaður félagsins, sagði Vigfús hins vegar vera stjórnarmann. Þá kom fram að  félagið væri skráð til heimilis þar sem fyrirtæki hans, Plastás, er til húsa. Þá hafi erindi frá hinu nýja félagi komið til Akurs í umslögum merkt fyrirtækinu Plastás, sem er í eigu Vigfúsar.

Vigfús hélt því fram í samtali við DV að hann hefði ekki gert nokkuð rangt í samskiptum sínum við iðkendur þrátt fyrir viðvaranir og kæru.

„Ég get í hreinskilni sagt að ég hef orðið fyrir þvílíkri árás frá þessu fólki vegna þessara krakka sem ég hef verið að reyna að hjálpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar róttækar aðgerðir til að fjölga kennaranemum og bæta starfsumhverfi kennara

Boðar róttækar aðgerðir til að fjölga kennaranemum og bæta starfsumhverfi kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn í Árbæ

Handtekinn í Árbæ
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugdólgum vísað úr flugvél á Keflavíkurflugvelli – Fagnaðarlæti brutust út – Sjáðu myndbandið

Flugdólgum vísað úr flugvél á Keflavíkurflugvelli – Fagnaðarlæti brutust út – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samgöngustofa hætti við ráðningu lögfræðingsins vegna dóms – „Ég ætla að að drepa þig hehehe“

Samgöngustofa hætti við ráðningu lögfræðingsins vegna dóms – „Ég ætla að að drepa þig hehehe“