fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Er braggamálið frávik ?

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Leigutaki hjá Naustavör ehf.: „Ég fer ekki lifandi héðan út“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 14. maí 2018 19:00

Ólafur ásamt Súsönnu, eiginkonu sinni. Hann hefur orðið fyrir vonbrigðum með kjörna fulltrúa varðandi deilurnar í Boðaþingi. Hann og Súsanna ætla að berjast af krafti gegn „níðingsskap“ Naustavarar ehf.

„Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með kjörna fulltrúa. Þeir taka brosandi í höndina á manni en lyfta síðan ekki litla fingri til að aðstoða. Ég gekk á fund Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavog, vegna málsins og einu viðbrögðin þaðan væru að bærinn gæti ekki haft afskipti af einkahlutafélagi. Það er að mínu mati fráleitt að flokka Naustavör ehf., dótturfélag Sjómannaráðs, sem venjulegt einkahlutfélag. Félagið hefur notið margskonar ívilnanna frá bæjaryfirvöldum og því fer fjarri að um sé að ræða hefðbundið einkahlutafélag,“ segir Ólafur Guðmundsson, leigutaki hjá Naustavör ehf. sem hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði.

Sjá einnig: Naustavör ehf. sagði upp leigusamningi Svövu sem er 89 ára gömul

Eins og DV hefur fjallað ítarlega um sagði Naustavör upp leigusamningi  fimm leigjendur í íbúðum við Boðaþing, þar á meðal er Ólafur og eiginkona hans Súsanna O. Jónmundsdóttir. Íbúðirnar eru ætlaðar einstaklingum 60 ára og eldri og eru alls 95 íbúðir í útleigu. Forsaga málsins er löng, nær um sjö ár aftur í tímann, en í stuttu máli sú  að fulltrúar íbúa fóru í mál við Naustavör ehf. útaf meintu ólöglegu húsgjaldi sem fyrirtækið innheimti til viðbótar við hefðbundina húsaleigu. Niðurstaða dómstóla var sú að innheimta gjaldsins, sem var um 15-20  þúsund á hverja íbúð, var ólöglegt og en það var fyrst og fremst vegna þess að íbúðirnar voru ætlaðar íbúum 60 ára og eldri en ekki 67 ára og eldi. Niðurstaðan gerði það að verkum að Naustavör átti að endurgreiða hverjum leigjenda háar upphæðir. Ólafur og eiginkona hans áttu til að mynda rétt á um 500 þúsund króna endurgreiðslu.

Níðingsskapur af verstu sort

Naustavör brást við því með því að kynna fyrir öllum leigjendum nýja leigusamninga þar sem húsaleigan var hækkuð sem nam húsgjaldinu. Þá var þess krafist að leigjendur myndu afsala sér skaðabótunum sem þeir höfðu rétt á. Ef að íbúar myndu ekki sætta sig við þessar breytingar yrði þeim sagt upp leigunni. Málið olli mikilli angist meðal íbúa, að sögn Ólafs, en að endingu skrifaði yfirgnæfandi meirihluti.  „Fæstir vilja vera á húsnæðishrakhólum á gamals aldri. Gömlu fólki var stillt upp að vegg og að mínu mati var þetta níðingsskapur af verstu sort. Flestir léttu undan þessum þrýstingi,“ segir Ólafur. Þau hjónin ákváðu að skrifa ekki undir nýjan leigusamning og nokkru síðar barst þeim bréf þess efnis að leigusamningi þeirra væri sagt upp og þau þyrftu að yfirgefa húsnæðið.

Síðan að uppsagnarbréfið barst hafa forsvarsmenn Naustavarar ehf. ekki verið í neinum samskiptum við þá leigjendur sem fengu uppsagnarbréfið. „Það er augljóst að mínu mati að þeir eru að reyna að þagga þetta óþægilega mál niður. „Þeim verður ekki kápan úr því klæðinu. Það á að bera mig út í október. Það er alveg á hreinu að ég fer ekki lifandi héðan út,“ segir Ólafur.

Sakar forsvarsmenn Naustavarar um lygi

Þá segir hann að í þau fáu skipti sem forsvarsmenn Naustavarar hafi rætt málið opinberlega þá hafi þeir farið með ósannindi. Vísar hann sérstaklega í fyrri frétt DV þar sem Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Naustavarar svaraði fyrir sig. „Sigurður  hefur sagt að það hafi verið örfáir leigjendur sem hófu þessa vegferð og aðrir íbúar hafi verið óánægðir með þessa vegferð. Það er botnlaus lygi því Sigurður veit vel að það var fjölmennur íbúafundur sem ákvað að fara með málið fyrir dóm. Íbúafélagið er ekki með kennitölu og þessvegna tóku stjórnarmenn íbúafélagsins það að sér að fara í mál fyrir hönd félagsins,“ segir Ólafur.

Málið hafi verið reynt verulega á en alls tók ferlið sjö ár og endaði með því að dómsniðurstaðan var ótvíðræð öllum leigjendum Naustavarar í hag, bæði leigjendum í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík.

Undrast fréttir um biðlista

„Það voru þeirra mistök að setja upp þetta ólöglega fyrirkomulag,“ segir Ólafur. Þá segir hann að undirliggjandi óánægja íbúa með ýmsa aðra þætti í þjónustu Naustavarar hafi haft sitt að segja. „Við gátum ekki fengið bókhald hússjóðsins. Svo loks árið 2014 fékk stjórnin að sjá fylgiskjöl fyrir rekstrarárið 2011. Þá kom meðal annars í ljós að bókhaldsliður sem hljóðaði upp á um 1,7 milljónir átti að vera, samkvæmt okkar skoðun, 50 þúsund krónur. Allt þetta gróf undir trausti íbúa í garð stjórnenda fyrirtækisins,“ segir Ólafur.

Að hans sögn stæri Naustavör sig af góðri þjónustu en það vantar talsvert uppá að þjónustuloforðin séu efnd. „Það er ekki ódýrt að leigja hérna í Boðaþingi. Við erum að greiða um 200 þúsund krónur á mánuði fyrir litla tveggja herbergja íbúð. Í fljótu bragði er eini munurinn að leigja hér eða í venjulegu fjölbýlishúsi sá að aðgengi er gott, gangarnir eru rúmgóðir. Það eru öryggishnappar í hverri íbúð en fyrir þá borgum við sérstakt gjalda aukalega í hverjum mánuði,“ segir Ólafur. Þá segir hann það ofmælt að  langir biðlistar séu  til þess að fá íbúð í Boðaþingi. „Þrátt fyrir það eru að minnsta kosti fimm íbúðir lausar núna og hafa verið í marga mánuði,“ segir hann.

Að mati Ólafs er framkoma stjórnenda Naustavarar siðlaus. „Þessir nýju samningar sem íbúum var boðið uppá er ekkert annað en fjárkúgun og því var framfylgt af miskunnarleysi. Það var ítrekað reynt að fá að konu á tíræðisaldri, sem hafði nýverið misst eiginmann sinn og var í mikilli sorg, til þess að skrifa undir. Að lokum fór framkvæmdastjórinn sjálfu  og knúði dyra til þess að fá hana til þess að skrifa undir og afsala sér skaðabótum,“ segir Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn í Árbæ

Handtekinn í Árbæ
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á California-stræti 101

Skotárásin á California-stræti 101
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samgöngustofa hætti við ráðningu lögfræðingsins vegna dóms – „Ég ætla að að drepa þig hehehe“

Samgöngustofa hætti við ráðningu lögfræðingsins vegna dóms – „Ég ætla að að drepa þig hehehe“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Eldur á Granda

Myndband: Eldur á Granda