fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Er braggamálið frávik ?

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Sjáendur fá upplýsingar að handan um gengi Íslands á HM í knattspyrnu

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 12. maí 2018 17:00

Í næsta mánuði tekur íslenska landsliðið í knattspyrnu þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Mótherjar Íslands í fyrsta leik er hið sögufræga lið Argentínu. Í byrjunarliðinu er töframaður hinn mesti, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, sjálfur Lionel Messi. Þá mun Ísland etja kappi við Króatíu og óútreiknanlegt lið Nígeríu. Riðillinn er einn sá sterkasti á HM. Þegar þessi orð eru skrifuð ríkir óvissa með þátttöku tveggja lykilmanna Íslands, en fyrirliðinn og víkingurinn Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Gylfi Sigurðsson er enn ekki stiginn upp úr meiðslum. Lykilmenn verma bekkinn hér og þar í smáliðum víðs vegar um Evrópu og stuðningsmenn liggja nú á bæn og biðja fyrir bata lykilmanna.

Íslensk þjóð hefur frá því að hún settist að á eyjunni átt í ágætum samskiptum við drauga, álfa og æðri máttarvöld. Það er því viðeigandi í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin að biðja okkar fremstu sjáendur að strjúka rykið af kristalkúlunni og segja okkur að þetta fari allt vel.

Klara Tryggvadóttir.

Berdreymin Klara

Klara Tryggvadóttir býr í Vestmannaeyjum. Hún varð þjóðþekkt þegar Pressan greindi frá að spádómur hennar um að gos í Vatnajökli hæfist á laugardegi í ágúst 2014 gekk eftir. Áður hafði Klöru dreymt fyrir eldgosi í Eyjum og í Eyjafjallajökli. Kveðst Klara hafa verið skyggn frá barnæsku. Klara er að sögn ekki mikil áhugamanneskja um íþróttir en fylgist með sínum liðum í Eyjum. Skynjar Klara að þrátt fyrir mótbyr á síðustu vikum muni strákarnir okkar ná ótrúlegum árangri í Rússlandi.

„Ef Aron nær sér af meiðslum spái ég sigri í fyrsta leik,“ segir Klara en setur þann fyrirvara að þá verði allir leikmenn að vera leikfærir. Telur Klara að Ísland nái að feta í fótspor Svía sem nældu sér í brons á HM 1994. Klara segir: „Ég er afar bjartsýn. Strákarnir stóðu sig ótrúlega vel á EM svo ég hef enga trú á öðru.”

Tvísýnt í Moskvu

Lára Ólafsdóttir.

Lára Ólafsdóttir, oft kölluð Lára sjáandi, telur að Ísland tapi fyrir Argentínu.

„Þetta er búið að sækja á mig síðan um jól. Það fyrsta sem kom var að það yrði á brattann að sækja,“ segir Lára sem telur að talan fimm leiki stórt hlutverk, án þess að geta skýrt það að fullu. Hún sér alvarlegan og þungbrýnan Heimi Hallgrímsson á hliðarlínunni. „Það er eins og hann sé að bugast, eins og hann sé ekki alveg að ráða við þetta, en það er svo sem eðlilegt,“ segir hún. „En ég sé hann einnig kátan sem og fyrirliðann, Aron Einar. Aron mun vekja athygli og það verður allt á suðupunkti,“ bætir Lára við en hennar fólk að handan sér ekki úrslit leiksins fyrir.

Hermundur.

Góðar tölur

Hermundur Rósinkranz, landsþekktur talnaspekingur og miðill, er bjartsýnn. Telur hann að dagsetningin 16.06.2018 muni þar hjálpa til og að leikurinn fari fram klukkan 16.00 á staðartíma. „Þetta eru flottir strákar,“ segir Hermundur. „Tölurnar gefa til kynna að leikurinn endi með jafntefli eða við höfum þá undir.“

Þjóðarorkan gerir gæfumuninn

Sesselja Sigríður Ævarsdóttir, þekkt sem Sigga Kling spákona, hefur góða tilfinningu fyrir heimsmeistarakeppninni. „Ég spái alltaf þrjú núll fyrir okkar mönnum,“ mælir hún hress. „Þeir taka þetta með hægri og að sjálfsögðu þjóðarorkunni. Því meiri þjóðarorka sem kemur, því stærri verður sigurinn.“

Skúli Lórenzson.

Koma heimsbyggðinni á óvart

Skúli Lórenzson, miðill á Akureyri, er á öndverðum meiði. Hans fólk að handan hvíslar að honum þeim upplýsingum að Messi og hans menn eigi auðveldan leik fyrir höndum. „Argentína vinnur tvö núll. Ég held að okkar menn mega vel við una að tapa ekki stærra,“ segir Skúli en bætir við að næstu mótherjar fái fyrir ferðina. „Þeir eiga eftir að standa sig betur en nokkurn óraði fyrir. Þó þeir vinni ekki Argentínu eiga þeir eftir að koma heimsbyggðinni á óvart.“

Lára sér Heimi þungbrýnan á hliðarlínunni.
Gylfi er bjartsýnn á að hann verði klár í slaginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn í Árbæ

Handtekinn í Árbæ
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á California-stræti 101

Skotárásin á California-stræti 101
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samgöngustofa hætti við ráðningu lögfræðingsins vegna dóms – „Ég ætla að að drepa þig hehehe“

Samgöngustofa hætti við ráðningu lögfræðingsins vegna dóms – „Ég ætla að að drepa þig hehehe“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Eldur á Granda

Myndband: Eldur á Granda