fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fór á eftirlaun á afmælisdeginum og vann í lottóinu samdægurs

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur ýmislegt gerst á einum degi. Þann 28. apríl ætlaði Ping Kuen Shum, íbúi í Vancouver í Kanada, að fagna afmælisdegi sínum og jafnframt sínum síðasta vinnudegi fyrir eftirlaun.

Áður en hann mætti til vinnu ákvað hann að versla sér lottómiða þegar hann staldraði við í verslun. Þetta voru skyndikaup til þess að fagna lokadeginum sem vinnandi maður.

Ping bjóst ekki við því að stóri dagurinn hans yrði bráðum miklu stærri og ógleymanlegri en hann gerði upphaflega ráð fyrir. Seinnipart dagsins var dregið úr lottótölunum og gerðist maðurinn svo heppinn að vera með allar sex vinningstölurnar réttar. Þá hlaut hann tvær milljónir í kanadískum dollurum eða eina og hálfa milljón í bandaríkjadölum – sem samsvara 154 milljónum íslenskra króna.

Talið er að líkurnar á því að ná öllum tölum réttum í þessu tiltekna lottói séu tæpar fjórtán milljónir á móti einum.

Í yfirlýsingu frá Ping sagðist hann ætla að nota stóra vinninginn og halda í frí til Kína með fjölskyldu sinni.

Happatölur Ping voru 9, 12, 13, 18, 21 og 29.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“