fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gullskipið sökk árið 1708 – Óttast að Kólumbíumenn ætli að grafa það upp og græða milljónir í leiðinni

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. júní árið 1708 sökk spænska skipið San Jose úti fyrir ströndum Kólumbíu með þeim afleiðingum að 600 manns drukknuðu. Skipið var á flótta undan bresku herskipi þegar ósköpin dundu yfir, en talið er að um borð hafi verið 11 milljón gull- og silfurmyntir.

Ljóst er að um borð voru gríðarleg verðmæti, en talið er að verðmæti farmsins hafi numið að lágmarki um einum milljarði Bandaríkjadala, um hundrað milljörðum króna, á núverandi gengi.

Það var árið 2015 að kólumbísk yfirvöld komu auga á skipið á hafsbotni úti fyrir ströndum landsins í kólumbískri landhelgi. Um er að ræða háleynilegan stað sem ekki verður gerður opinber.

Kólumbísk yfirvöld munu brátt hefja vinnu við að ná skipinu, eða öllu heldur farmi þess, af hafsbotni og hefur Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, lýst yfir áhyggjum sínum af því að gróðasjónarmið liggi þar að baki. Sendi nefndin yfirvöldum í Kólumbíu bréf um þetta á föstudag.

UNESCO segir að um borð í skipinu séu gríðarleg menningarverðmæti sem þurfi að varðveita í stað þess að koma í verð, eins og stofnunin óttast.

Kólumbía er ekki aðili að hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem þýðir að landinu ber í raun engin skylda til að láta UNESCO vita af fyrirætlunum sínum með farminn.

Þetta er ekki eina þrætueplið varðandi skipið því spænsk yfirvöld hafa gert tilkall til þess þar sem það sigldi undir spænskum fána á sínum tíma. San Jose var 45 metra langt en talið er að það hafi sokkið við Baru-skaga, suður af borginni Cartagena.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun