fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FréttirPressan

14 ára stúlku nauðgað á salerni verslunarmiðstöðvar – Reynt að nauðga vinkonu hennar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. maí 2018 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 31. mars síðastliðinn voru tvær 14 ára vinkonur staddar í verslunarmiðstöðinni Broen Shopping í Esbjerg í Danmörku. Önnur þeirra þurfti að fara á salernið og fylgdust vinkonurnar að þangað. Önnur beið fyrir utan en hin fór inn á salernið. Þegar þangað kom biðu tveir Afganar þar og réðust á hana og nauðguðu. Þeir reyndu síðan að nauðga vinkonunni.

Afganirnir voru handteknir skömmu síðar og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan. Annar þeirra er tvítugur en hinn 16 ára. JydskeVestkysten skýrði frá málinu á sunnudaginn.

Talsmaður lögreglunnar staðfesti við Ekstra Bladet að tveir afganskir ríkisborgarar sitji í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hann sagði að lögreglan hafi ákveðið að skýra ekki frá málinu af tillitssemi við stúlkurnar tvær og geti auk þess ekki skýrt nánar frá málavöxtum þar sem gæsluvarðhaldsúrskurðirnir hafi verið kveðnir upp fyrir luktum dyrum og því megi ekki fjalla um það sem kom fram fyrir dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt