fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FréttirKynning

Nikótínneysla unglinga eykur löngun í áfengi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 9. apríl 2018 18:00

Enn á eftir að láta á það reyna hvort rafrettu reykingar séu skaðlausar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. John Dani og félagar hans hjá læknadeildinni í Pennsylvaníuháskóla hafa komist að því að ef einstaklingar neyta nikótíns á unglingsárum séu þeir líklegri til þess að leiðast út í ofneyslu áfengis. Það sama á ekki við ef fullorðnir einstaklingar byrja að neyta nikótíns. Rannsóknin var gerð með rottum og niðurstöðurnar voru þær að nikotínneysla á ungra rotta breytti taugaboðum í heilanum. Cell Reports greinir frá þessu.

Í dag nota um tvöfalt fleiri í þessum aldurshóp rafrettur en venjulegar sígarettur. Í nýlegri rannsókn kemur einnig fram að þeir sem byrja að nota rafrettur á yngri árum séu líklegri til að nota venjulegar sígarettur seinna meir. Reykingar unglinga hafa lengi verið tengdar við misnotkun áfengis seinna á lífsleiðinni en rannsóknir hefur skort hingað til.

Vísindamennirnir skiptu rottunum upp í tvo rannsóknarhópa, annars vegar ungar rottur og hins vegar fullorðnar. Þær voru sprautar daglega með ákveðnum skammti af nikótíni og síðan fylgst með sjálfvilugri inntöku áfengis.

Rotturnar þurftu að ýta lyftistöng til að komast að sætum áfengum drykk og ungu rotturnar gerðu það oftar en þær fullorðnu. Munurinn fólst í breytingu á virkni taugaboðefnis sem nefndist GABA.

Dani segir: „Þessar rannsóknir á ungum rottum eru sérstaklega mikilvægar í ljósi þess að á síðustu árum hefur rafrettunotkun unglinga í gagnfræði og framhaldsskólum aukist til muna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum