fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Var það þrautseigju hennar að þakka að Austurbæjarnauðgarinn fannst?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún vissi í hvaða blóðflokki hann var, hvernig líkamsbygging hans var, hvaða hluti hann vandi sig á og hvernig hann hagaði sér. Eftir að hafa elt hann og skuggalega slóð glæpa hans um gjörvalla Kaliforníu vissi hún hvernig þetta myndi allt saman enda.“

Svona hefst ítarleg umfjöllun bandaríska blaðsins Washington Post um rithöfundinn og blaðakonuna Michelle McNamara.

Bók Michelle McNamara er víða uppseld.

Lögreglan í Sacramento í Kaliforníu tilkynnti í gær að hún hefði handtekið Austurbæjarnauðgarann svokallaða, ýmist kallaður East Area Rapist eða Golden State Killer vestanhafs, sem grunaður er um 12 morð og 51 nauðgun á margra ára tímabili í lok áttunda og langt fram á níunda áratuginn. Maðurinn sem um ræðir heitir Joseph James DeAngelo og er 72 ára fyrrverandi lögregluþjónn.

Það hvernig lögregla komst á sporið liggur ekki alveg ljóst fyrir, en DNA og fingraför eru þó talin hafa spilað veigamikið hlutverk í málinu. Lögregla telur að DeAngelo sé einn afkastamesti raðmorðingi og nauðgari seinni tíma í Bandaríkjunum.

Skrifaði bók um glæpina

Michelle McNamara, rithöfundurinn sem vísað er til í byrjun fréttarinnar, skrifaði bók um morðin og nauðganirnar sem kom út árið 2012. McNamara lést árið 2016 en eiginmaður hennar var leikarinn og uppistandarinn Patton Oswalt sem er mörgum að góðu kunnur.

Bók hennar, I‘lll Be Gone In the Dark, kom út eftir andlát hennar en í henni rekur hún morðin og árásirnar frá upphafi til enda og varpar fram ýmsum kenningum um gerandann. Með útgáfu bókarinnar komst málið aftur í deigluna í Bandaríkjunum. Vinnsla bókarinnar tók mörg ár og kostaði mikla vinnu. Því miður náði Michelle þó ekki að lifa þann dag er hinn meinti gerandi var handtekinn.

Gera ekki mikið úr hlutverki bókarinnar

Lögreglan hefur ekki gert mikið úr því að bókin hafi spilað lykilhlutverk í handtökunni. Scott Jones, lögreglustjóri í Sacramento, segir að bókin hafi vissulega gert það að verkum að áhugi almennings á málinu jókst en það sé fjarri sanni að handtakan sé bein afleiðing þess að bókin kom út. „Hún viðhélt áhuganum og við fengum margar ábendingar,“ sagði Jones á blaðamannafundinum.

Vinir og þeir sem stóðu Michelle næst meðan á vinnslu bókarinnar stóð telja þó að hún eigi skilið meiri viðurkenningu. Sarah Standard, vinkona Michelle til margra ára, segir reið og sár yfir því að lögregla taki allan heiðurinn en á sama tíma segir Patton Oswalt að eiginkonu sinni hefði staðið á sama. „Það eina sem skipti hana máli var að sjá þennan einstakling á bak við lás og slá,“ sagði Oswalt sem bætti þó við að hugsanlega væri lögregla treg til að gefa rithöfundum eða blaðamönnum viðurkenningu þegar ákveðin mál leysast.

Nál í heystakki

Fréttir af handtökunni hafa vakið mikla athygli undanfarinn sólarhring enda fátítt að svo afkastamikill raðmorðingi, ef rétt er, gangi laus svo áratugum skiptir.

Mynd: Lögreglan í Kaliforníu

„Við vissum alltaf að við værum að leita að nál í heystakk en við vissum líka allan tímann að nálin væri þarna. Við fundum nálina í heystakknum og hún var hér í Sacramento,“ sagði Anne Marie Schubert, saksóknari, á fréttamannafundi vegna málsins í gær.

Eins og fram kom í frétt DV í morgun vildi lögreglan ekki upplýsa af hverju sjónir hennar hefðu beinst að DeAngelo en sagði að fyrir sex dögum hefði nafn hans komið upp í rannsókninni. Lögreglan fylgdist með honum og fékk DNA úr honum sem var rannsakað. Það passaði við DNA sem fannst á fórnarlömbunum á sínum tíma.

Nágrannar DeAngelo sögðu að handtakan hefði komið þeim í opna skjöldu. Hann hefði vissulega verið svolítið sérkennilegur en góður nágranni sem hafi alltaf hugsað vel um húsið sitt og garðinn. „Hann líktist góðum, gömlum afa.“

Krefjast dauðarefsingar

Það var 1976 sem The Golden State Killer lét fyrst á sér kræla en þá nauðgaði hann konu. Næstu árin var hann virkur í norðurhluta Kaliforníu en var ekki enn farinn að myrða fólk. Aðferðir hans voru yfirleitt svipaðar, grímuklæddur og vopnaður fór hann inn um glugga á húsum og réðst á fórnarlömbin, sem voru á aldrinum 13 til 41 árs, sem voru þá í fastasvefni.

Ef um hjón var að ræða hafði hann sérstaka aðferð. Hann batt þá eiginmanninn og staflaði diskum á bak hans. hann hótaði síðan að drepa hjónin ef hann heyrði diskana detta á gólfið á meðan hann nauðgaði konunni.

Það var síðan 1979 sem hann byrjaði að myrða fólk. Fyrstu fórnarlömbin voru Robert Offerman og Debra Mannin sem hann myrti í Goleta. Á næstu 10 árum myrti hann 10 manns til viðbótar.

1986, 10 árum eftir fyrstu nauðgunina, hætti hann skyndilega og hvarf af sjónarsviðinu en af hverju er ekki vitað. Á fréttamannafundinum í gær sagði Scott Jones, lögreglustjóri, að ekkert benti til að hann hafi brotið af sér eftir 1986.

Saksóknarar segja að þeir muni krefjast dauðarefsingar yfir DeAngelo.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“