fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þarna eru flestir myrtir

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins átta prósent jarðarbúa eru búsett í Rómönsku Ameríku en samt sem áður eru 33 prósent morða í heiminum framin þar. Frá árinu 2000 er talið að 2,5 milljónir manna hafi verið myrtar á þessu svæði sem afmarkast af löndum Suður-, Mið- og Norður-Ameríku sunnan landamæra Bandaríkjanna þar sem rómönsk tungumál eru opinber tungumál.

Þetta kemur fram í óhugnanlegri skýrslu Igarapé Institute, hugveitu í Brasilíu sem lætur þróunar- og öryggismál sig varða. Breska blaðið Guardian fjallaði um efni skýrslunnar.

Talið er að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum í Rómönsku-Ameríku; hér er um að ræða Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela.

Í skýrslunni er varpað ljósi á morðtíðni sem fer hækkandi ár frá ári og þá staðreynd að minna fé er varið í löggæslu. Í skýrslunni er því spáð að morðum muni halda áfram að fjölga í þessum heimshluta að minnsta kosti til ársins 2030.

Á heimsvísu hefur tilhneigingin verið sú að morðum sé að fækka en raunin er ekki sú í Rómönsku-Ameríku. Aðeins þar og á stríðssvæðum, til dæmis í Mið-Austurlöndum, og á svæðum í suður- og miðhluta Afríku hefur tíðnin aukist.

Í skýrslunni kemur fram að um helmingur fórnarlambanna sé ungt fólk í blóma lífsins, einstaklingar á aldrinum 15 til 29 ára. Þá kemur einnig fram að langflestum sé banað með skotvopnum, eða 75 prósentum þeirra sem drepnir eru. Á heimsvísu er þetta meðaltal 40 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala