fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

„Öll börnin mín lentu í einelti og hópeinelti í nokkrum grunnskólum Reykjavíkur“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þurfti tvívegis að taka barn úr skóla og færa í annan í þeirri veiku von að sá næsti yrði skárri,“ segir María Gunnlaugsdóttir frambjóðandi Sósíalistaflokksins en hún varð öryrki fyrir miðjan aldur og þekkir það að eigin sögn vel að vera einstætt láglaunaforeldri þriggja barna. Ofan á fjárhags- og heilsufarsvandamál hefur hún einnig þurft að takast á við vandamál tengd skólagöngu barna sinna. Hún varpar fram þeirri spurningu hvort að mögulega megi rekja aukningu á  örorku á meðal yngra fólks til eineltis í skólum og á vinnustöðum.

Í kynningu á facebooksíðu flokksins rekur María sögu sína en hún segir fátækt og heilsuleysi  í langflestum tilvikum ekki sjálfskaparvíti heldur „afleiðing flókins pólitísks samspils sem sé stjórnað af þeim sem hafa völd og fjármagn.“

„Ég hef búið í Reykjavík sl. 40 ár ef frá er talin styttri búseta á nokkrum öðrum stöðum. Hverfið sem ég bý í núna er það fimmta í borginni sem ég bý í. Börnin mín eru öll fædd og uppalin í Reykjavík. Ég eignaðist þrjú börn, en það elsta lést á tuttugasta og fyrsta ári. Sjálf er ég fædd og uppalin á Vestfjörðum. Ég ólst upp við lítil efni og tók þátt í grunnatvinnuþáttum landsins s.s. landbúnaði, störfum á stóru sveitaheimili, fiskvinnu og útivinnu við beina uppbyggingu bæjarfélags auk ýmissa annarra starfa. Að vinna var jafn sjálfsagt og að draga andann.“

María starfaði sem hjúkrunarfræðingur í nær þrjá áratugi og stærstan hluta uppvaxtar barna hennar var hún einstætt foreldri. Fátækt, heilsubrestur, lélegt og dýrt leiguhúsnæði, áföll af ýmsum toga og langvarandi álag er meðal þess sem María hefur fengið að kynnast í gegnum árin. „Bæði hef ég og börnin mín verið í þessum aðstæðum og einnig hef ég kynnst málum í gegnum vinnuna mína og í kunningsskap við fjölmargt fólk,“ segir María og bætir við á öðrum stað.

Einelti er samfélagsmein

Hún segir félagslega einangrun,viðvarandi andlega og líkamlega ofþreytu og dökka framtíðarsýn fylgja því að lifa í fátækt.

„Öll börnin mín lentu í einelti og hópeinelti í nokkrum grunnskólum Reykjavíkur. Einelti og hópelti er alvarlegt ofbeldi, stundum lífshættulegt. Ég þurfti tvívegis að taka barn úr skóla og færa í annan í þeirri veiku von að sá næsti yrði skárri. Í annað skiptið heppnaðist það vel en ekki í hitt. Einelti og hópelti er samfélagsmein og stjórn borgarinnar gegnir mjög veigamiklu hlutverki í að draga úr einelti og hópelti bæði í skólum og á vinnustöðum. Það er mikið talað um aukna örorku meðal yngra fólks; gæti ekki verið að eineltisáhrif, meðfylgjandi fælni frá hópum s.s. skólum og vinnustöðum, ættu þar hluta að máli?,“ spyr María en hún telur lausnina vera stjórnunarlegs eðlis og þannig eigi stjórn sveitarfélags ekki að etja notendum og starfsfólki hvort gegn öðru þar sem einelti kemur upp og firra sig þannig allri ábyrgð.

Þá bendir hún á að fjölskyldur sem búa við fátækt og heilsuleysi hafa ekki aðstæður til að taka þátt í menningarviðburðum, íþróttum,ferðalögum og tómstundariðkunum almennt.

„Það þekkjum við, ég og mínir afkomendur og margir aðrir sem ég hef hitt. Það er mjög andlega letjandi fyrir alla, ekki síst ungmenni, að geta ekki verið með og ástandið á sjálfsagt þátt í gífurlegri aukningu á þunglyndi og uppgjöf meðal ungs fólks á Íslandi.“

Hér má lesa færslu Maríu í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks