fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Handtekinn átján árum eftir að stúlkurnar hurfu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum hefur handtekið og ákært 66 ára karlmann sem er grunaður um að hafa rænt, nauðgað og drepið tvær sextán ára stúlkur árið 1999.

Stúlkurnar sem um ræðir hétu Ashley Freeman og Lauria Bible, en þær hurfu frá heimili Freeman eitt örlagaríkt kvöld í desember þetta ár. Freeman og Bible höfðu ætlað að gista saman þetta kvöld. Eldur kom upp í húsinu og þegar slökkvilið réði niðurlögum hans fundust foreldrar Freeman látnir. Ljóst var að þau höfðu verið skotin til bana áður en eldur var borinn að húsinu.

Ronnie Busick.

Stúlkurnar fundust hins vegar aldrei og grunaði lögreglu að þeim hafði verið rænt. Það kom á daginn og fyrir skemmstu var Ronnie Busick, sem í dag er 66 ára, handtekinn vegna morðanna. Tveir meintir samverkamenn hans þetta kvöld, Warren Welch og David Pennington, eru nú látnir.

Lögregla telur að þremenningarnir hafi verið staddir á heimili Freeman til að innheimta fíkniefnaskuld hjá foreldrum stúlkunnar. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis sem endaði með dauða foreldra stúlkunnar og þess að þær hurfu.

Lögregla telur að stúlkurnar hafi verið myrtar; þannig stigu vitni fram við rannsókn lögreglu sem sögðust hafa séð polaroid-myndir af stúlkunum þar sem þær sáust  bundnar í rúmi. Þeim hafi verið haldið á lífi í nokkra daga og þeim nauðgað áður en þær voru kyrktar.

Busick hefur verið ákærður fyrir mannrán, brennu og morð af fyrstu gráðu. Næsta skref lögreglu er að finna líkamsleifar stúlknanna sem hafa aldrei fundist. Busick sagði við lögreglu á dögunum að hann myndi aðeins vilja segja aðstandendum stúlknanna hvar þær væru – ekki lögreglu. Síðar dró hann það til baka og sagðist ekki vita hvar þær væru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala