fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Vigfús bocciaþjálfari ákærður fyrir kynferðisbrot

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigfús Jóhannesson, bocciaþjálfari á Akureyri, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. DV greindi frá því í fyrra að Boccia-heimurinn á Akureyri væri klofinn vegna átaka tveggja boccia klúbba í bænum.

Málið mátti rekja til þess að Vigfús, sem er fyrrverandi formaður Akurs, hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir að skjólstæðingur hans kærði hann fyrir alvarlegt kynferðisbrot. Það mál virðist nú hafa endað með ákæru saksóknara.

Sjá einnig: Vigfús: „Þetta fólk er ekkert að gera annað en að sverta mitt mannorð“

RÚV greinir frá því að Vigfús hafi verið ákærður þó hann sé ekki nefndur á nafn. Þar kemur fram að Vigfús sé sakaður um að hafa brotið gegn þroskaskertri konu sem hann var að þjálfa.

Áður hafði Vigfús verið ávíttur af réttargæslumanni fatlaðra á Akureyri þar sem hann þótti sýna af sér ósæmilega hegðun sem þjálfari í garð stúlkunnar haustið 2014, en samkvæmt heimildum DV kvörtuðu milli fimm og sjö manns, sem urðu vitni að hegðun Vigfúsar á móti á Seyðisfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt