fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Innbrotum fækkar en fíkniefnamálum fjölgar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 14:39

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars mánuði fækkaði tilkynningum um þjófnaði miðað við meðalfjölda síðustu sex og síðust 12 mánuði á undan. Þar af fækkaði innbrotum hlutfallslega mest.

Þetta kemur fram í skýrslu yfir afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð 2018. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu.

Fram kemur að tilkynningar um innbrot í heimahús hafi verið 48 prósent færri en í mánuðinum á undan.

Í mars voru 23 þjófnaðir á reiðhjólum tilkynntir til lögreglu. Nú þegar sólin fer hækkandi, sumarið nálgast og reiðhjólum fjölgar á götum borgarinnar er vert að minna eigendur reiðhjóla á að vera á varðbergi og ganga tryggilega frá reiðhjólum sínum.

Þá var þónokkur fjölgun var á fíkniefnamálum sem upp komu í embættinu í mars auk þess sem fleiri umferðarlagabrot voru skráð, en ekki hafa fleiri umferðarlagabrot verið skráð í einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu síðan í janúar 2016.

Sektir fyrir umferðarlagabrot hækka um næstu mánaðamót, til að mynda mun sekt fyrir að nota farsíma við stýrið án handfrjáls búnaðar hækka úr 5.000 kr. í 40.000 kr. og sektin fyrir hvert nagladekk hækkar úr 5.000 í 20.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“