fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Magnað myndband Sindra af flótta frá lögreglu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. apríl 2018 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur átt hug íslensku þjóðarinnar síðan hann strauk af Sogni fyrir nærri viku síðan. Síðan þá hefur margt úr fortíð hans verið rifjað upp, svo sem þegar hann lýsti neyslusögu sinni og þegar hann hrekkti bókaútgefanda.

Því er ekki úr vegi að rifja upp þegar Sindri birti myndband af eftirför lögreglu. Rétt er að taka skýrt fram að Sindri var alsaklaus og einungis sjónarvottur, en í ljósi þess sem myndi gerast fjórum árum síðar þá er myndbandið nokkuð skondið. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og heyra lýsingu Sindra af því sem gerist.

Í ágúst 2014 birti Sindri á Youtube-síðu sinni myndband af „Lögreglu eltingarleik (GTA 6, Icelandic Style)“, líkt og hann orðaði það. Pressan fjallaði um atvikið en ökumaður sendibifreiðar hafði ekið nærri fólki sem var að stunda golf á golfvelli Setljarnarness.

Pressan lýsti atvikinu svo: „Þegar lögreglumenn gáfu ökumanni bifreiðarinnar merki um að stöðva bílinn gerði hann það ekki. Í eftirför ók ökumaðurinn á tvær lögreglubifreiðar og endaði hann á því að aka inn á byggingarsvæði þar sem bifreiðin sat föst á jarðvegsbrún byggingargrunns og vóg þar salt. Ökumaðurinn sem var í mjög annarlegu ástandi var handtekinn og verður vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.“

Lýsing Sindra af atvikinu er þó heldur líflegri: „Einstaklingur veeeel undir áhrifum að keyra ofsa akstur um nesið. Fyrst tók hann fram úr mér á gífurlegum hraða með sprungið dekk. Ég salla rólegur að hlusta á Bieber en síðan þegar hann fór á vitlausan vegarhelming og þá gat ég ekki horft uppá þetta lengur. Og varð að taka þetta upp.. Þetta endaði með 40 min leit um svæðið því þeir heldu að hann væri ekki lengur inní bílnum en síðan komst í ljós að hann var í bílnum allan tíman.. Þetta eru atvinnumenn þessir lögreglumenn. Kranabíll kom að lokum til að styðja við bílinn og þeir tóku hann út, öllum heilsast vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala