fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Gunnar Smári, Egill Helga og Róbert skjóta eiturpillum: „Þú hljómar eins ríka fólkið sem þið þjónið“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. apríl 2018 11:25

Óhætt er að segja að Gunnar Smári Egilsson hafi tekið fjölmiðlamennina Róbert Marshall og Egil Helgason, svo tveir séu nefndir, til bæna um helgina. Hann segir þá, ásamt öðrum, helstu talsmenn elítunnar og að þeir þjóni auðvaldinu. Báðir tóku illa í þessi orð og úr varð einn eitraðist þráður sem sést hefur á Facebook.

Þrasið hófst með því að Gunnar Smári gagnrýndi Vikulok Helga Seljan á Rás 2. „Eins vænt og mér þykir um þig Helgi Seljan og ykkur ekki síður, Gisli Marteinn, Róbert Marshall og Þórlindur Kjartansson, þá hef ég sjaldan á æfi minni hlustað á jafn innihaldslaust samtal og þið buðuð upp á í Vikulokunum áðan. Þetta var eins og þus innan úr bönker elitunnar, menn að reyna sannfæra hvorn annan um að í raun séu allir voða glaðir með stjórnmálin sem elítan (og þið) bíður uppá (í landi sem Evrópumet í vantrausti almennings á stjórnmálunum, mögulega heimsmet). Og hvers konar setup er þetta eiginlega á samtalsþætti? Helgi er með vikulegan þátt á RÚV þar sem elítan ræðir fréttir vikunnar og Gísli er með samskonar þátt, bara enn yfirborðslegri, og Róbert fer svo með sömu elítu upp á fjöll, líka hjá RÚV,“ skrifaði Gunnar Smári.

Allir eru vitlausir nema ég?“

Ekki leið á löngu þar til Róbert svaraði fyrir sig. „Og þú ert einmitt mjög skemmtilegur og trúverðugur fulltrúi öreiga Smári. Þusar um alla sem sjá ekki hlutina eins og þú sérð þá akkúrat þetta korterið. Allir sem þú nefnir hér að ofan hafa boðið sig fram, lagt sig og sínar skoðanir undir, reynt að hafa áhrif í áraraðir. Nú er þinn tími kominn til að sanna þig. Og ætlarðu þá að nöldra þig inní borgarstjórn? Allir eru vitlausir nema ég? Er það taktíkin?,“ spurði Róbert.

Gunnar Smári svaraði innan skams. „Afsakaðu Róbert, en ertu að segja að aðeins þau sem hafa stigið inn í elítuna og tekið þátt í stjórnmálaleikriti hennar séu hæf til að tjá sig. Er það ekki aðeins of mikill elítuismi? Þar fyrir utan er ég orðinn of gamall fyrir svona belging. Mín vegna máttu upplifa þitt framlag til samfélagsins sem eitthvað yfirþyrmandi stórt og mitt sem lítið og ekki neitt,“ sagði Gunnar Smári.

„Heldurðu virkilega að ég gráti?“

Stuttu síðar tók Gunnar Smári saman heimilisföng allra gesta þáttarins og lagði saman hve lengi maður væri að labba á milli húsa. „Einn mælikvarði yfir svona þætti væri kannski að skoða hvar fólkið býr sem tekur þátt. Á þeim mælikvarða er þessi þáttur 49 mínútur. Það tekur 49 mínútur að labba á milli heimila allra fimm,“ sagði Gunnar Smári.

Róbert benti þá á að lengd þáttarins myndi varla lengjast ef hans heimili væri bætt þar inn í. Því svaraði Gunnar Smári: „Vá, Róbert, heldurðu að ég sé að væla yfir því að hafa ekki fengið að vera með? Heldurðu að gagnrýni á elítur og eyðileggingaráhrif þeirra spretti af öfund? Þú hljómar eins ríka fólkið sem þið þjónið, sem segir að gagnrýni á ójöfnuð sé öfund. Þar fyrir utan; heldurðu virkilega að ég gráti yfir að fá ekki að taka þátt í nógu mörgum svona spjallþáttum?“

„Ég hneykslast á bullinu í þér Smári“

Gunnar Smári bætti svo við: „En ég vil ekki karpa við þig hér Róbert, tek viðbrögð þín sem dæmi um hið Vestmanneyíska skap. Ég reiddi þig. En þótt ég setji þetta fram á glettin máta er ég að meina þetta. Þið fóruð yfir allt velsæmi í sjálfumgleði elítunnar í þessum þætti. Þetta var lélegt gig.“

Róbert tók illa í þetta og svaraði: „Ég hneykslast á bullinu í þér Smári og sit ekki undir því þegjandi (eins og flestir reyndar þurfa að gera sem mæta með þér í spjallþætti, því það kemst enginn annar að). Enginn reiði hér. Það þarf bara einhver að tækla þetta rugl. Hvernig er ég hluti af elítunni og þú ekki? Byrjum þar.“ Þessu svaraði Gunnar Smári að hann hafi aldrei sagst ekki vera hluti af elítunni.

„Heldurðu að þú sért eitthvað skárri?“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason blandaði sér svo í málið og skrifaði: „Þetta er skemmtilegt, mér telst svo til að á þessum stutta þræði hafi GSE notað orðið „elíta“ a.m.k. sex sinnum. Hvaða „elíta“? Þetta er mjög algengt skammaryrði. (Það voru til dæmis mjög stór kvótaviðskipti hjá elítu hér um daginn.)“

Þessu svaraði Gunnar Smári undir eins: „Stjórnmálaelíta er forysta stjórnmálaflokka, fjölmiðlafólk, starfsfólk hagsmunasamtaka, forysta verkalýðsfélaga. Á síðari árum notað yfir hóp fólks sem hefur tekið yfir gömlu baráttutæki almennings (flokk, hreyfingu, fjölmiðla) og sveigt frá hagsmunum almennings að eigin hagsmunum og áhugamálum, og orðið helstu samverkamenn hinna ríku í að draga úr lífskjörum og áhrifum „venjulegs“ fólks. Stjórnmálaumræða liðinna ára hefur að miklu leyti snúist um þetta. Skrítið að mönnum finnist hugtakið illa notanlegt.“

Egill benti þá á að Gunnar Smári hafi sjálfur bæði verið hluti af fjölmiðlaelítunni og fjármálaelítunni. Gunnar Smári hafði svar við þessu. „Já, og því ættuð þið að taka mark á því þegar hann talar um eituráhrif elítunnar. En samt væri gaman ef ykkur tækist að fjalla um elítur án þess að láta sem það mál fjalli um þennan Gunnar Smára. Ekki eruð þið í alvörunni svo hörundsárir að þið stökkvið í svona leikskólalega vörn (með allri virðingu fyrir fólkinu í leikskólunum). En þú? Heldurðu að þú sért eitthvað skárri?,“ spurði Gunnar Smári.

„Smá auðmýkt gæti hjálpað“

Egill sendi þetta aftur heim til föðurhúsanna og sagði Gunnar Smára hörundsáran. „Þér tókst að ganga frá rekstri fjölmiðla sem voru nú allavegana með stórfé, eftir að hafa verið innan um svívirðilegustu kapítalista sem Ísland hefur alið og þjónað þeim. Það er einfaldlega staðreynd. Nú ertu annar maður – jú, sjáum hvað það endist. Mér finnst þetta aðallega hálf spaugilegt. Hins vegar er fólk þarna í sósíalistaframboðinu sem mér sýnist vera ágætlega marktækt, hugsjónafólk, sem er ekki bara að elta síðustu hugdettu sína. Það er ekkert sérlega marktækt þegar þú ert sífellt að lesa yfir hausamótunum á öðrum með þessum yfirgengilega besserwisserahætti. Smá auðmýkt gæti hjálpað,“ skrifaði Egill.

Gunnar Smári svaraði þessu og sagði Egil gera of mikið úr hans áhrifum. „Æ, Egill, þú hefur alltaf miklað fyrir þér meint ríkidæmi mitt og mikilvægi í útrásinni. Eftir Hrun vilduð þið margir meina að ég hefði verið stórvesír útrásarinnar og birtuð allskonar útlistanir um þátttöku mína. En hver var reyndin? Mín er hvergi getið í skýrslum, málaferlum eða rannsóknum á Hruninu. Ætli uppruni þessara óra liggi ekki hjá Birni Bjarnasyni og skíthælum Sjálfstæðisflokksins, sem reyndu að grafa undan fjölmiðlum sem ekki þjónuðu þeim með óhróðri og illmælgi eiginlega alveg frá aldamótunum síðustu,“ sagði Gunnar Smári.

„Mér þykir ekkert vænt um þig Jakob“

Þeir sættust þó. Egill sagði að sér þætti vænt um Smára og því svaraði Smári: „Já, við ættum að hafa aldur og reynslu og búa að nógu langvarandi kynnum til að geta rætt þetta án hrakyrða og skamma, minn kæri Egill.“

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, grínast með þetta og segir alveg nýtt að Smára þyki vænt um einhvern. „Af hverju þykir þér svona vænt um þessi menn? Eða öllu heldur að vera að hafa sérstaklega orð á því!? Það er einhver alveg splúnkunýr Smári. Jón Óskar minnist þú þess að hafa séð eitthvað í líkingu við þetta frá okkar manni?,“ skrifar Jakob Bjarnar. Þessu svarar Smári: „Mér þykir ekkert vænt um þig Jakob“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enginn trúir lengur á álfasögur

Enginn trúir lengur á álfasögur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga