fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Landspítalinn greiddi almannatengli 10 milljónir

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 21. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn greiddi almannatengslafyrirtækinu Góð samskipti ehf. rúmar tíu milljónir króna á árunum 2014 til 2016. Um var að ræða námskeið fyrir stjórnendur spítalans sem ætlað var að kenna þeim að tala við fjölmiðla. Í lok árs 2016 var sett á laggirnar sérstök samskiptadeild innan spítalans sem gerði það að verkum að þeir sem sátu námskeiðin þurftu ekki lengur að eiga í samskiptum við fjölmiðla.

Samkvæmt heimildum DV fóru helstu stjórnendur Landspítalans á einstaklingsnámskeið í stúdíói á Krókhálsi með Andrési Jónssyni, almannatengli hjá Góðum samskiptum. Í svari frá samskiptadeild Landspítalans segir að nokkuð stór hópur hafi farið á námskeið, þar á meðal Páll Matthíasson forstjóri, framkvæmdastjórar og deildarstjórar. Ástæðan hafi verið að þessir aðilar hafi séð að mestu sjálfir um samskipti við fjölmiðla sem hafi kallað á „ákveðna þjálfun og kennslu í grundvallaratriðum hérna innanhúss“ eins og segir í svarinu.

Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góðum samskiptum.

Andrés segir í svari við fyrirspurn DV að ákvörðunin hafi ekki tengst neinu einstöku máli heldur nýrri upplýsingastefnu Landspítalans þar sem fjölga átti stjórnendum og sérfræðingum sem fjölmiðlar hefðu aðgang að. Farið var í útboð þar sem Góð samskipti átti lægsta tilboðið. Segir Andrés að kennslan hafi farið fram í mars 2014 í minni hópum, bæði um helgar og á virkum dögum, lokahlutinn hafi svo falist í æfingum í viðtölum í myndveri sjónvarpsstöðvarinnar Miklagarðs á Krókhálsi. Síðar hafi svo verið haldið styttra námskeið fyrir viðbragðsteymi spítalans sem var þá að undirbúa viðbrögð ef ebóla skyldi berast til landsins.

Tölur frá árunum 2014 til 2017 sýna að Landspítalinn greiddi Góðum samskiptum rúmlega 5,6 milljónir árið 2014, 3,9 milljónir árið 2015 og 267 þúsund krónur árið 2016. Alls rúmlega 10 milljónir króna á þriggja ára tímabili. Landspítalinn greiddi ekkert til Góðra samskipta á árinu 2017 en eins og áður segir tók samskiptadeildin til starfa haustið 2016.

Andrés segir að umfangsmestu verkefnin hafi snúið að því að bregðast við yfirvofandi vanda í mannauðsmálum og hafi þá verið farið í kynningarherferð, þar sem meðal annars voru útbúin myndbönd sem deilt var á Facebook og beint var meðal annars að menntaskólanemum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur