fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Tommy Robinson mun tala á Grand Hótel: Sparkað úr Salnum en velkominn annars staðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. apríl 2018 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn umdeildi breski aðgerðasinni og borgarablaðamaður, Tommy Robinson, mun halda framsöguræðu á ráðstefnu um fjölmenningu og innflytjendamál sem haldin verður í salnum Gullteigur á Grand Hótel þann 17. maí. Áður hafði verið tilkynnt um að ráðstefnan yrði haldin í Salnum í Kópavogi þann 18. maí. Þremur klukkustundum eftir að miðasala á viðburðinn hafði verið sett upp á vefnum tix.is tók Salurinn ráðstefnuna hins vegar af dagskrá og úr miðasölu.

Olli þessi ákvörðun nokkru fjaðrafoki. Salurinn sagði að misskilningur hefði orðið innanhúss við bókun viðburðarins. Ráðstefnuhaldarar eru félagið Vakur og nokkrir einstaklingar utan þess félagsskapar. Talsmaður Vakurs, Sigurfreyr Jónasson, segist ekki trúa þessum skýringum og telur að ákvörðunin hafi átt sér pólitískar orsakir. Í samtali við DV fyrr í mánuðinum sagði forsvarskona Salarins að Salurinn hafi enga pólitíska afstöðu.

Ekki vandamál að gesturinn sé umdeildur

Nokkuð hefur dregið til tíðinda hvað varðar undirbúning fyrir komu Tommy Robinson hingað til lands undanfarna daga. Ráðstefnuhaldarar tóku fljótlega eftir ákvörðun Salarins að svipast um eftir öðrum stað undir ráðstefnuna. Voru sendar fyrirspurnir á þrjá staði, Gamla bíó, Center Hotels og Grand Hótel. Öllum þessum aðilum var gerð grein fyrir því að Tommy Robinson væri umdeildur og ráðstefnan geti átt eftir að vekja úlfúð. Allir þrír staðirnir voru fúsir til að hýsa ráðstefnuna. Fulltrúar Gamla bíós sögðu að það kæmi þeim ekki við að maðurinn væri umdeildur og viðbrögð hinna aðilanna hafa verið sambærileg. Gamla bíó gat boðið 18. maí en meðal annars vegna þess að dagsetningin 17. maí hentar Tommy og hans fylgdarliði betur ákváðu ráðstefnuhaldarar að velja Grand Hótel.

Enginn aðgangseyrir – Gjafmildir styrktaraðilar

Vel hefur gengið að safna styrktarfé vegna ráðstefnunnar og eftir að fréttirnar bárust af messufallinu í Salnum virðast velunnarar ráðstefnunnar hafa gerst enn örlátari. DV hefur heimildir fyrir því að ónafngreindur aðili hafi greitt allan kostnað við leigu á fundarsalnum á Grand Hótel. Ýmis önnur framlög, stór og smá, hafa borist ráðstefnuhöldurum. Af þessum ástæðum meðal annars hefur verið ákveðið að hætta við miðasölu og verður frítt inn á ráðstefnuna. Salurinn tekur um 400 manns í sæti en eitthvað fleiri ef staðið er.

Sem fyrr segir er Tommy Robinson afar umdeildur vegna baráttu sinnar gegn öfgasinnuðum múslímum á Bretlandi en ekki síður fyrir að hafa stofnað götumótmælahreyfinguna The English Defense League í heimaborg sinni, Luton, árið 2009. Tommy gekk úr hreyfingunni árið 2013. Hann er nú sjálfstætt starfandi borgarablaðamaður og birtir reglulega myndbönd með viðtölum og ýmsu öðru efni sem tengist baráttu hans gegn öfga-íslam og fyrir málfrelsi.

Tommy Robinson hefur ítrekað verið sakaður um hatursáróður í garð múslíma og er sem fyrr segir afar umdeildur. Hann nýtur jafnframt mikilla vinsælda. Sjálfur segist hann alls ekki vera hægri öfgamaður en telur fjölmiðla draga upp ranga mynd af sér og segist hafa þurft að þola óhróður þeirra og ýmissa vinstri sinnaðra samtaka um áraraðir, þar sem honum hafi verið gerðar upp skoðanir. Eftir stendur þó að Tommy Robinson vill stöðva innflutning múslíma til Bretlands tímabundið, sem og byggingu nýrra moskna í landinu. Enn fremur fordæmir hann trúarbrögðin íslam í heild sinni og þá pólitísku hugmyndafræði sem af þeim er sprottin, en segir að gera þurfi sterkan greinarmun á íslam annars vegar og múslímum hins vegar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala