fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ólafur Helgi segir yfirlýsingu Sindra strokufanga bjánalega og ætlar ekki semja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. apríl 2018 13:36

Sindri Þór strauk af landi brott úr opnu úrræði en flótti hans vakti heimsathygli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að yfirlýsing Sindra Þórs Stefánssonar sé bjánaleg og fulla af rangfærslum. Hann segir engar samningsviðræður í gangi líkt og segir í yfirlýsingu. „Það er bara ekki rétt hjá hon­um. Það hefði verið hægt al­veg fram til þessi bjána­lega yf­ir­lýs­ing kom. Þá hefði verið hægt að skoða það að vinna í mál­inu, en það er búið,“ hefur mbl.is eftir honum.

Ólafur Helgi segir ennfremur að það eina sem hann efist ekki um í yfirlýsingunni sé að Sindri myndi brjóta lög aftur. „Hann seg­ist ætla að ger­ast brot­leg­ur og nota fölsuð skil­ríki. Það er hugs­an­lega rétt. Það er eina sem ég get ekki dregið í efa,“ segir Ólafur Helgi.

Líkt og hefur komið fram þá er Sindri eftirlýstur um alla Evrópu í kjölfar þess að hann flúði úr fangelsinu á Sogni aðfaranótt þriðjudags. Hann sagði í yfirlýsingu sinni að honum hafi verið haldið í fangelsi án dóms og laga. Hann fullyrti að hann myndi snúa aftur heim til Íslands en vildi semja um að hann yrði ekki handtekinn erlendis. Ólafur Helgi virðist því hafa slegið þann valmöguleika alfarið af borðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat